Kókoskúlu uppskrift

 

Kókoskúlu uppskrift án sykurs, öll hráefnin eru eitthvað sem flestir eiga bara inní skáp fyrir utan kannski Chia fræ og þeim má bara sleppa, öllu má auðvitað skipta út eins og hafra fyrir möndlumjöl eða annað því um líkt, smjör og setja kókusolíu eða möndlusmjör í staðinn. En allavega þessar kókoskúlur eru sko alveg að plata hana Heklu mína og hún elskar að borða þær og búa þær til. þarf ekki að hafa samviskubit yfir því þó hún borði 10 stk 🙂

Innihald:

  • 150g döðlur
  • smá vatn
  • 100gr haframjöl
  • 2tsk vanilludropar
  • 3msk kakó
  • 2msk Chia fræ
  • 50gr brætt smjör
  • smá salt
  • kókosmjöl

Aðferð:

Mjög einfalt og enga stund gert. Set döðlurnar í pott með smá vatni, bara rétt botnfylli. Læt sjóða í svona 2 mínútur. Tek döðlurnar svo uppúr og í matvinnsluvél, set svona 3msk af vatninu með ásamt vanilludropunum. Mixa döðlurnar svo þær verði mjúkar. Set döðlurnar í skál og bæti þá öllu hinu við og hræri saman.

Svo er bara að setja kókosmjöl í skál og búa til kúlur og rúlla uppúr kókosnum og þá er bara allt klárt. Þetta er sirka svona mikið af kókoskúlum einsog á myndinni í uppskriftinni með smá afföllum sem fóru ofaní einn lítinn hjálparkokk. svo þett er mjög líka svona kúfull skál 🙂

Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Á milli mála, Kökur og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s