Kryddbrauð / Kryddkaka

Eftir tveggja ára pásu hjá okkur á þessari síðu þá fannst okkur vera komin tími til að setja eitthvað hérna inn, ekki endilega fyrir einhverja aðra, meira fyrir okkur sjálfar. Þetta er fínn staður til þess að deila uppskriftum okkar á milli ef við lumum á einhverju góðu eða vorum að prófa eitthvað nýtt sem sló í gegn.
Við eru als ekki að búa til nýja rétti eða kökur, við erum ekki að finna uppá neinu, stundum kannski með okkar eigin útfærslur en aðalega erum að setja inn eitthvað sem okkur þykir gott 🙂

kryddkaka

En allavega nóg um það hér kemur uppskriftin af kryddbrauðinu sem er kannski meiri kryddkaka en alveg hrikalega gott að smyrja með fullt af smjöri og osti.

Uppskrift:

220 gr sykur
250 gr hveiti
2 tsk matarsódi
3/4 tsk kanill
3/4 tsk negull
pínu lítið af engifer (duft)
2 stór egg (3 ef þau eru lítil)
80 gr brætt smjör
2 dl mjólk

Setjið mjólk, brætt smjör og eggin í hrærivélinina og hrærið létt. Blandið svo þurrefnunum við og hrærið varlega. Stillið ofninn á 175°c og bakið kökuna/brauðið í brauðformi í sirka 50 mín á undir og yfir. Mér finnst rosa fallegt að dreifa smá Heslihnetu flögum ofáná áður en kakan fer í ofninn en það þarf auðvitað ekki.

Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Á milli mála. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s