Súkkulaði & bananamúffur

Í dag ætla ég að deila með ykkur æðislega góðum múffum. Þó svo þær heiti súkkulaði og banamúffur þá laumaði ég nokkrum valhnetum í hálfa uppskrift því mér finnst það fullkomna múffurnar en eiginmaðurinn er ekki alveg á sama máli svo hér var skipt 50/50, jafnrétti á þessu heimili! Ástæðan fyrir að ég kalla þær ekki súkkulaði, banana & valhentumúffur er í þeim tilgangi að fæla ekki lesendur frá því ég veit að það eru margir sem eru ekki mikið fyrir hnetur. Þessi uppskrift gerir 12 múffur og mæli ég með því að frysta þær sem stendur ekki til að borða samdægurs strax þegar þær koma úr ofninum. Þó svo að svona múffur geymist ágætlega í nokkra daga í poka upp í skáp þá verða þær eins og glænýjar ef þær eru teknar úr frystinum og settar í 180° heitan ofn í nokkrar mínútur – ég fékk mér t.d. eina þannig áðan í morgunkaffinu og hún var alveg jafn góð og þær sem komu úr ofninum í gær! Image

Uppskrift:
200 grömm hveiti
1 og hálf teskeið lyftiduft
150 grömm sykur
1 egg
125 grömm bráðið smjör
3 matskeiðar mjólk
1/2 teskeið vanilludropar
1 og hálfur banani
80 grömm súkkulaði

1. Ofninn stilltur á 180°C.
2. Þurrefnum blanað saman í sér skál.
3. Egg, smjör, mjólk og vanilludropum blandað saman í skál og þurrefnunum svo blandað við, reyna að hræra sem minnst.
4. Bananarnir stappaðir og súkkulaðið skorið í kubba og því blandað saman við.
5. Skipt niður í 12 múffuform.
6. Bakið í 25 mínútur.

Eftir að ég hafði sett deigið í 6 múffuform setti ég nokkra valhnetukjarna útí deigið og blandaði við og kláraði svo deigið í 6 múffuform til viðbótar.

Image

Verði ykkur að góðu, Abbý. 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Á milli mála, Brauðmeti, Kökur, Með kaffinu og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s