Döðlu & bananabrauð

Þið verðið að afsaka bloggleysið það er bara ansi mikið búið að vera að gera þessa dagana. Við erum byrjuð að pakka öllu dótinu okkar í kassa því við erum að fara að flytja heim til Íslands í næstu viku !! Ég ákvað samt að henda inn þessari uppskrift sem ég er löngubúin að mynda og allt en mundi bara eftir áðan af því ég er einmitt með eitt svona brauð í ofninum núna.

Image

Uppskrift:
300gr. ferskar döðlur
3 dl. hreinn eplasafi
3 vel þroskaðir bananar
1 1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. bökunarsódi
1/2 tsk. salt
80gr. haframjöl
400gr. hveiti
4 msk. olía
1 tsk, vanilludropar
1 tsk. kanil
2 egg 

Aðferð:

Byrjið á því að stilla ofninn á 200°c á undir og yfir hita. Setjið epladjúsinn í pott ásamt steinlausum döðlunum og látið sjóða létt á meðan þurrefnunum er blandað saman í annari skál.

-Gaman að segja frá því að um daginn átti ég allt í þetta brauð nema fattaði það ég ætti ekki eplasafa, þá stakk Óli upp á því að ég mundi bara nota sommersby (eplasíder) sem ég og gerði og það heppnaðist bara vel, þess má geta að sá síder var keyptur í þýskalandi og kostaði sama og ekki neitt svo ég grét það ekki 🙂 –

Næst eru 3 bananar stappaðir saman eða setjið þá einfaldlega bara í mixerinn. þegar þetta er allt tilbúið, takið þá döfrasprotann ef þið eigið svoleiðis og mixið döðlurnar og eplasafan aðeins saman, ekkert mikið. (Þetta er ekki nauðsynlegt) Takið svo döðlurnargrautinn af eldavélinni og hrærið bananastöppunni samanvið, þessu er svo skellt útí þurrefnin og blandað, setjið svo olíuna og eggin samanvið og hrærið. Ég hræri þetta allt saman í höndunum með skeið en auðvitað er voða þægilegt að gera þetta í hrærivél. Takið fram brauðform og smyrjið það með smá olíu og hellið deiginu ofaní og setjið neðarlega inní ofninn í 40 mín.

Image

Athugið samt þegar 40 mínúturnar eru liðnar hvort brauðið sé ekki örugglega tibúið með því að stinga prjóni eða gaffli í það. Ef lítið sem ekkert deig kemur á gaffalinn þá er brauðið tilbúið. Látið brauðið kólna aðeins áður en þið takið það úr forminu og svo er voða gott að borða það með smjöri og osti bara.

Image

Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Brauðmeti og merkt sem , , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s