Pasta með kirsuberjatómatsósu

Góðan daginn kæru lesendur

Í dag ætla ég að gefa ykkur eina sumarlega pasta uppskrift. Ég eldaði hana á sumardaginn fyrsta (alveg skammarlegt að ég sé ekki búin að gefa hana upp fyrr). Tekur ekki langan tíma að útbúa þessa máltíð. Við vorum 3 fullorðin og ein tveggja ára og þessi uppskrift kláraðist alveg upp til agna.

Hér kemur uppskriftin 🙂

Innihald fyrir ca 4

2 kassar kirsuberjatómatar skornir smátt

8 matskeiðar oliviuolía

8 hvítlauksgeirar pressaðir

1 rautt chili saxað(taktu steinana úr ef þú vilt ekki hafa þetta of sterkt)

Lúka af ferskri basiliku

Salt og pipar eftir smekk

1/2 tsk sykur

Parmesan ostur

500 gr gott pasta

Aðferð: Byrjið á því að setja vatn í stóran pott fyrir pastað og látið vatnið sjóða, sjóðið síðan pastað eftir leiðbeiningum á pakningu.

Þvoið tómata og skerið í litla bita og setjið á stóra pönnu ásamt oliviuolíu, hvítlauk og chilli. Hitið við lágann hita. Passið að hvítlaukurinn má aldrei verða brúnn því þá er sósan ónýt. Þegar tómatarnir eru byrjaðir að linast kremjið þá með sleifinni bætið salti, sykri og basiliku útí. og leyfið sósunni að malla í ca korter.

ImageSíðan þegar sósan og pastað er tilbúið þá blandarðu því saman í pottinum í 1 mín. Þá er pastað tibúið sett á diska og dreift parmesan osti yfir:)

IMG_2252

IMG_2249

Það er ekki verra að bera það fram með hvítlauksbrauði og rauðvini.

Verði ykkur að góðu,

Ykkar, Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Pastaréttir. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s