Kanil og rúsínu beyglur

Á þessu heimili eru beyglurnar góðu bakaðar reglulega og stundum breyti ég aðeins til og geri kanil beyglur. Uppskriftin er í raun alveg eins nema hvað ég bæti bara nokkrum hráefnum við.

beyglur-8

Mamma keypti alltaf svona beyglur þegar ég var yngri, svo tók maður þær úr frystinum og ristaði og setti fullt af smjöri á… hrikalega gott. Mér finnst sjálfri lang best að borða þessar heimabökuðu eftir að búið er að frysta þær og rista eða hita upp í ofninum aftur, þær verða meira krispí en ég er náttúrulega stórskrítin hvað alskonar svona varðar 🙂

Uppskrift:
2 teskeiðar þurrger
1/2 dl. púðursykur
3 dl. af volgu vatni
4 tsk. kanil
500 grömm hveiti
1 ½ teskeið salt
Rúmlega 1 dl. rúsínur

Gerið, sykurinn og volga vatnið sett í skál og látið liggja í svona 5 mínútur.
Öllum þurrefnunum er svo bætt við og rúsínunum líka.
Ef þið viljið frekari lýsingar á beyglugerðinni þá er uppskriftin skref fyrir skref hér.
Eitt sem er samt líka öðruvísi er að ég set 2 msk. af púðursykri út í vatnið sem ég sýð beyglurnar uppúr.

beyglur-2

beyglur-4

beyglur-3

Svona líta þær út þegar ég er nýbúin að móta þær.

beyglur-5

og svona þegar þær hafa fengið að liggja á plötunni á meðan vatnið fékk að sjóða.

beyglur-6

beyglur-7

Þessar eru mjög góðar bara með smjöri og osti finnst mér.

beyglur-9

Ég prófaði líka um daginn að gera míní beyglur, þá skipti ég deiginu í tvöfalt fleiri kúlur svo hver beygla varð helmingi minni. Það var mjög krúttlegt og hentaði vel í saumaklúbb sem ég var með þar sem maður er kannski ekki alveg tilbúin til þess að fá sér heila beyglu.

Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Brauðmeti. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s