Himneskir kanilsnúðar

Ég hef margoft bakað kanilsnúða en hef aldrei verið nógu sátt með þá. Stundum eru þeir of þurrir, harðir eða einfaldlega ekki nógu bragðgóðir. Í morgun prufaði ég norska uppskrift af „kanelsnurrer“ og jiminn þar fann ég hina fullkomnu snúða! Alveg eins og ég vil hafa þá! Ég ætla að deila þeirri uppskrift með ykkur í dag, þeir smellpassa í sunnudagskaffið.

Image

Deigið
350 millilítrar hveiti
1/2 pakki þurrger
25 millilítrar sykur
smá salt (þá meina ég smá salt)
125 millilítrar mjólk
50 grömm brætt smjör

Þurrefnum blandað saman. Volgri mjólk og bráðnuðu smjöri blandað saman og svo blandað við þurrefnin þar til deig sem klístrast saman í kúlu myndast. Röku viskustykki er svo breitt yfir skálina og látið standa í 30 mínútur.

Fyllingin
50 grömm smjör
25 millilítrar sykur
1/2 matskeið kanill
1/2 matskeið vanillusykur

Smjörinu, kanilnum og báðum tegundum af sykrinum blandað saman og þá er fyllingin klár. Þegar deigið hefur fengið að hefast í 30 mínútur er það flatt út, það þarf alls ekki mikið hveiti þó svo að deigið virðist klístrað – setjið lítið í einu svo að deigið verði ekki þurrt. Fyllingin er smurð á út í alla kanta og svo er deiginu rúllað upp og skorið í passlega breiða snúða. Snúðunum er svo raðað á bökunarpappír, penslaðir með eggi og perlusykri stráð yfir. Það er ekki nauðsynlegt að nota perlusykur en það setur sætann svip á snúðana. Viskustykki lagt yfir snúðana, og þeir látnir standa í 30 mínútur til viðbótar. Að lokum eru snúðarnir bakaðir við 225° heitan ofn í 9 mínútur. Hjá mér gerði þessi uppskrift 15 kanilsnúða.

Verði ykkur að góðu, Abbý

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Á milli mála, Brauðmeti, Með kaffinu. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s