Kladdkaka

Ég elska að baka, vildi óska að ég gæti bakað eitthvað á hverjum degi!! En ég verð víst að láta það nægja að baka bara þegar við bjóðum fólki í mat eða þegar ég veit að það er einhver að koma í heimsókn annars myndum við enda vel þétt. Ég fékk hinsvegar tækifæri til þess að baka í gær þar sem við fengum vinafólk okkar í mat. Við elduðum Indversku kjúklingaborgarana og svo var sænsk Kladdkaka með ís og hindberjum í eftirrétt…. nammi namm!

Image

Þessa uppskrift fékk ég frá vinkonu minni henni Fanney. Ég smakkaði þessa köku hjá henni og varð bara að fá uppskriftina og ég er búin að baka hana nokkru sinnum síðan þá. Takk Fanney mín :*

Uppskrift:
2 egg
2,5 dl. sykur
4 msk. kakó
2 tsk. vanillusykur
100gr. smjör
1 dl. hveiti
1/2 tsk. salt

Þessi kaka er mjög einföld og tekur enga stund að gera.

Byrja á því að stilla ofninn á 175°c
Bræði smjör í potti eða bara í örbylgjunni. Hræri saman eggin og sykurinn þar til blandan verður ljós og létt. Svo er það bara restin af hráefninu og smjörið með og hræra varlega og ekki of mikið svo kakan verði ekki seig. Helli svo deiginu í smurt form, passar ágætlega í 20×20 cm hring eða kassalaga form, og svo er þessu bara skellt inní ofn í 15 til 20 mín. 15 mín var alveg nóg í mínum ofni og mér finnst bara betra ef hún er minna bökuð. Kakan á að vera soldið klístruð.

Image

Svo er það bara að láta hana kólna og borða með ís eða rjóma og svo er alvag svakalega gott að hafa hindber eða eitthvað svoleiðis með líka.

Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Kökur og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s