Kolakakor

Dóttir mín er komin með smá áhuga á að hjálpa mömmu sinni að baka og það er ekkert alltaf svo gaman sérstalega þegar maður vill láta eitthvað líta vel út eða nennir ekki að hafa hveiti út um alla íbúð en þessar kökur eru mjög þægilegar fyrir krakka að gera því það er ekki mikið af hráefnum og útlitið á kökunum verður eins þegar þær eru bakaðar eins og þið sjáið á myndunum hérna fyrir neðan.

Image

Ég smakkaði þessar Kolakakor í fyrsta skipti í vinnunni um daginn. Þær eru svakalega góðar og einfaldar en alls engar hollustu kökur, ekki að það sé eitthvað verra. Þessar kökur myndu kallast karamellukökur á íslensku því það er svakalega gott karamellubragð af þeim. Það er kannski til eitthvað annað nafn yfir þær en mér finnst karamellukökur eiga vel við.

Uppskrift:
100gr. mjúkt smjör
1/2 dl. sykur
1/2 dl. púðursykur
1 tsk. lyftiduft
1 msk. vanillusykur
2 1/2 dl. hveiti
2 msk. síróp

Í upprunalegu uppskriftinni á ekki að vera púðursykur en þar sem mér finnst púðursykur svo góður þá ákvað ég að hafa hálfan af sykri og hálfan af púðursykri sem mér fannst ennþá betra. Svo ef þið eigið ekki púðursykur þá skiptir það engu máli.

En eins og oft þá byrjar maður á því að stilla ofninn, hann er settur á 175°c, eina stillingin á ofninum mínum er undir og yfir svo það er stillingin sem ég var með.
Við byrjuðum svo á því að blanda saman sykrinum og smjörinu og hræra smá.

Image

Því næst settum við hveitið, vanillusykurinn og lyftiduftið og hrærðum því saman.

Image

Ég var búin að deila þessu í glös svo Katla mín gæti tekið þátt í þessu án þess að setja allt á  annan endan en það gekk kannski ekki alveg svo vel þrátt fyrir þetta trix mitt.

Image

Svo er sírópinu helt í undir lokin og allt hnoðað saman í höndunum.

Image

Svo er deiginu skipti í 3 kúlur.

Image

Hverri kúlu er svo rúllað í svona pylsu….

Image

og svo ýtti ég bara með puttunum ofaná rúlluna til þess að fletja hana út.

Image

Eins og þið sjáið þá lítur rúllan hennar Kötlu ekki svo vel út en…….

Image

svona litu þær út komnar úr ofninum sem er eftir sirka 10 mínútur.
Um leið og kökurnar eru teknar út úr ofninum þá sker maður þær í svona lengjur og leifir þeim að kólna áður en þær eru bornar fram.

Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Kökur og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Kolakakor

  1. arna87 sagði:

    Litla krúttið, hún verður orðin snilldar bakari eftir smá 😉
    kv Arna G

  2. Birna sagði:

    Gott að fá Kötluna heim í baksturinn en hvað hún er dugleg. Krúttið hennar Birnu ömmu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s