Heimagert rautt pestó

Margt hef ég lært á dvölinni í Gautaborg, að kunna að meta Tapas er eitt af því. Kannski er það vegna þess að tapasið hér er ekkert sérlega spænskt – meira svona smáréttir í fusion stíl. Tapas minnir mann á að njóta þess að borða þar sem hin ólíku brögð leika hreinlega við bragðlaukana auk þess sem það er sérstaklega skemmtilegt að borða Tapas með öðrum – smakka rétti hjá hvort öðru og deila með vínglasi í hönd! Ég bjó til Tapas fyrir okkur Daða um daginn sem samanstóð af tómótum og mozzarella, kjúklingaspjótum, kartöflubátum, sveppum með hvítlauksfyllingu, mozzarellastöngum, roast beef með chili bernaissósu, serrano skinku með parmesan og snittubrauði með heimagerðu rauðu pestói sem ég ætla að gefa ykkur uppskrift af í þetta sinn.

Image

Uppskrift
150 grömm sólþurrkaðir tómatar
50 grömm bragðmikill ostur – ég notaði Birger Jarl en parmesan virkar líka vel
50 grömm hnetur – ég var notaði kasjúhnetur en ristaðar furuhnetur virka líka vel
2 hvítlauksrif
fersk basillikublöð eftir smekk
1 og 1/2 desilítri ólífuolía

Hneturnar saxaðar smátt, osturinn rifinn, hvítlauksrifin marin og blandað við öll hin hráefnin í skál og töfrasprotuð þar rétt áferð fæst. Mér fannst gott að hafa pestóið frekar gróft þar sem við vorum að borða það á snittubrauði en ef pestóið er gert til að nota í pastarétt eða á pizzu er betra að hafa það maukaðara og þar af leiðandi aðeins blautara. Auðvitað er hægt að nota matvinnsluvél í stað töfrasprota – ég bý bara ekki svo vel að eiga eitt stykki matvinnsluvél.

Það sem er svo sérstaklega skemmtilegt við heimagert pestó er að maður getur spilað innihaldið svolítið eftir því hvað er til, til dæmis átti ég ekki til parmesanost og furuhnetur sem ég hafði notað þegar ég gerði pestóið í fyrsta sinn en það var alls ekki síðra og jafnvel betra með Birger Jarl og kasjúhnetum. Alltaf gaman að geta notað það sem er til! Prófið ykkur endilega áfram, en fínt að halda sér við ofangreind hlutföll.

Verði ykkur að góðu, Abbý. 

Fróðleiksmoli: Ég mæli með að fara í kjötborðið í t.d. Hemköp eða einhverjum af fínu kjötbúðunum á íslandi og fá bara nokkrar sneiðar af ýmist roast beef, serrano skinku eða carpaccio. Ég fór í Hemköp og gat þá keypt tvær tegundir af hráskinku án þess að þurfa að kaupa tvö heil bréf af mismunandi skinkum sem hefði verið óþarfi og sparaði mér þannig pening í leiðinni.  

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Á milli mála, Kaldar sósur, Sósur og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s