Skyrkaka

Image

Þegar ég vil bjóða útlendingum uppá eitthvað íslenskt að smakka þá er það fyrsta sem mér dettur í hug íslenskt lambakjöt! En þar sem maður á ekki alltaf til lambakjöt í frystinum hér í Gautaborg þá er skyrkaka það næsta á listanum. Um daginn buðum við grískum masters-félaga Óla í mat og höfðum við skyrköku í eftirrétt. Það er hægt að kaupa íslenskt skyr hérna í Gautaborg en það kostar sitt og eingöngu hægt að kaupa hreint skyr í 400ml dollum, svo ég varð að hræra skyrið með smá sykri en auðvitað er lang einfaldast að kaupa bara vanilluskyr útí búð heima á Íslandi.

Uppskrift:
200gr. hafrakex (haustkex t.d.)
100gr. daim
1 1/2 dl. smjör
2 dl. rjómi (sem verður að 3 1/2 sirka þeyttur)
400ml hreynt skyr
2 msk. flórsykur
1 1/2 tsk. vanillusykur

Myljið kexið og hakkið dæmið fínt niður, blandið bræddu smjörinu við. Þrýstið því í form. Passar fínt í sirka 20×20 cm hringform, líka mjög gaman að setja í svona lítil form finnst mér. Ég klipti smá ræmu úr smjörpappír og setti í botninn á sílikonformi svo það væri auðveldara að taka kökuna upp í heilu lagi og setja á disk.

Image

Image

Svo hrærði ég saman skyrinu, flórsykrinum og vanillusykrinum. Þeytti rjómann og blandaði honum varlega saman við skyrið. Setjið skyrblönduna svo ofaná kexið.

Image

Image

Svo er þessu skellt inní ísskápinn í allavega 2 klukkutíma. Svo setti ég nokkur bláber ofaná kökuna og þá er hún tilbúin!

Image

Það er auðvitað hægt að setja ýmislegt annað ofaná eins og jarðaber, frosin hindber eða einhverskonar sultu, bara hvað manni finnst gott.

Gleðilegt sumar 🙂
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Kökur og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s