Blómkáls, gulróta kókossúpa

Góðan daginn kæru lesendur

Eftir að við fjölskyldan fluttum til Svíþjóðar þá byrjuðum við að hafa alltaf súpu á mánudögum og siðurinn fluttist með okkur til Noregs líka. Okkur finnst fátt betra en að byrja vikuna á hollri og góðri súpu sérstaklega ef maður hefur dottið í nammiskálina eða ölið um helgina 🙂

Ég ætla að gera þessa súpu í kvöld svo endilega verið með mér í því 😉

Hér kemur uppskriftin

1 laukur

2 hvítlauksrif

2 msk olía

1 lúka fersk basilika eða 1 msk þurrkuð

2 tsk oreganó

1 dós niðursoðnir tómatar (helst bragðbættir með hvitlauk eða basiliku)

3 msk chillisósa

300 gr gulrætur skornar í þunnar sneiðar

1 blómkálshöfuð skorið smátt

1 líter vatn

2 grænmetisteningar

1 dós kókosmjólk

250 gr. pasta

salt og pipar eftir smekk

Ef þið eigið fleirra grænmeti í ískápnum væri ekki vitlaust að nota það

Saxið laukinn og hvítlauk og látið krauma í smá stund í olíunni, bætið síðan basiliku og oreganó og lætið krauma með í nokkrar mín. Bætið síðan tómötum í dós, chillisósu, vatni, grænmetisteningunum útí og sjóðið í ca 5 mínútur. Gulrótum og Blómkáli er síðan bætt útí og látið sjóða  í 10-15 mín eða þar til það er orðið mjúkt og fínt. Þá er kókosmjólkinni bætt útí síðustu 2 mínúturnar. Pasta er soðið í sér potti samkvæmt leiðbeiningum á pakka og síðan bætt út í súpuna. Saltið og piprið súpuna eftir smekk.

Ef þið hafið tíma til að skella í brauð með súpunni þá mæli ég með þessu fetaostabrauði 🙂

Það er ekki verra að rífa niður parmesan eða venjulegan ost og setja yfir súpuna.

Image

Þá kveð ég í bili, eigið yndislegan mánudag og vikuna sem er framundan.

Sólskinskveðjur frá Drammen,

Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Súpur og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Blómkáls, gulróta kókossúpa

  1. Bakvísun: Blómkáls-, gulrótar-, kókossúpa + fetaostabrauð! | hreystiheilbrigdihollusta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s