Döðlugott

Góðan dag elskur.
Í gær buðum við fjölskyldan nokkrum vinum í pizzu og ákvað að gera smá eftirrétt sem er voða vinsæll hér í Gautaborg núna finnst mér. Abbý var ein af gestum kvöldsins og vorum við báðar búnar að taka myndir af Döðlugotti og ætluðum að blogga um það. Eitt af fyrstu skiptunum sem við smökkuðum Döðlugott var hjá vinkonu okkar Sóley hérna í Gautaborg og eftir það hefur þetta verið á boðstólnum í afmælum og öðrum boðum sem við höfum farið í.

dodlugott1

Þetta sameiginlega blogg okkar verður með 2 mismunandi útgáfum af Döðlugotti, önnur útgáfan er kannski meira spari þar sem það er nóg af sykri í þeirri uppskrift og í hinni er sykrinum slept. Byrjum á „spari“ Döðlugottinu frá Abbý….

Uppskrift:
180 gr. smjör
270 gr. döðlur
90 gr. púðursykur
5 1/2 dl. Rice krispies
150 gr. dökkt súkkulaði (suðusúkkulaði)

Kjarnhreinsið döðlurnar og saxið, setjið þær í pott ásamt smjöri og púðursykri. Bræðið saman og hrærið vel.  Ef þið eruð ekki hrifin af döðluáferðinni þá mæli ég með að taka pottinn af hellunni og töfrasprota saman blönduna þá færðu jafna og kekkjalausa áferð. Setjið svo döðlublönduna í skál með Rice krispies og blandið saman.

dodlugott3

IMG_0103

IMG_0104

Þessi uppskrift smellpassar í 20x30cm form. Þjappið niður í formið og leggið til hliðar meðan þið bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni. Þegar súkkulaðið er klárt smyrjið því yfir Rice krispies blönduna í fatinu og setjið inn í ísskáp þar til súkkulaðið er orðið hart.

Þá er döðlugottið klárt!

Næst er það „hollustu“ döðlugottið, það er nú ekkert hollustu en það kannski aðeins hollara. Þegar ég sá uppskriftina af þessu döðlugott varð ég soldið hissa á sykurmagninu því döðlurnar sjálfar eru alveg svakalega sætar svo ég ákvað að prófa að minka sykurinn í 2 msk. og döðlugottið var ennþá mjög sætt og gott. Næst prófaði ég að sleppa púðusykrinum og setja tvær msk. af hunangi í staðinn og það skipti bara engu máli að mínu mati. En hérna er uppskriftin mín.

Uppskrift:
110 gr. smjör
250 gr. döðlur
2 msk. hunang eða púðursykur
80 gr. Rice Krispies
100 gr. dökkt súkkulaði

Aðferðin er alveg sú sama og á hinni uppskriftinni. Smjör og hunang í pott. Rice Krispies-ið útí og sett í form með súkkulðið ofaná.

dodlugott2

Hollari uppskriftin gæti verið sniðug í barnaafmæli. Þá er meiri segja hægt að sleppa súkkulaðinu ofaná, Kötlu Lenu minni finnst það alveg jafn gott.

Við vonum að þið prufið þetta Döðlugott það er mjög einfalt og svakalega gott.
Eigið góðan laugardag
Abbý og Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Á milli mála, Kökur og merkt sem , , , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Döðlugott

  1. Bakvísun: HollARI rice crispies | hreystiheilbrigdihollusta

  2. Bakvísun: My first really real post! | Björg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s