Súkkulaði brownies með karmellusósu og pekanhnetum.

Góðan daginn á þessum mánudegi ætla ég að deila með ykkur svaka góðri uppskrift af brownies, sem ætti að henta öllum tilefnum vel hvort sem það er sem desert, kaffi eða fyrir veislur.

Innihald fyrir súkkulaðikökubotninn

100 gr smjör
100 gr suðusúkkulaði
3 egg
3 dl sykur
1 og 1/2 dl af hveiti
1 tsk salt
1 tsk vanillu dropar

Aðferð

Bræðið súkkulaði og smjör saman. Þeytið egg og sykur vel saman, þangað til að froðan er létt og ljós. Blandið þurrefnum saman við og síðan súkkulaðiblönduni varlega saman við. Smyrjið skúffukökumót og setjið deigið í mótið. Bakið við 175 gráður í 15 mín.

Á meðan þessar 15 mín eru að líða þá gerir maður karamellusósuna. 

Innihald

60 gr smjör
1 dl púðursykur
2 msk rjómi

Allt sett í pott og látið sjóða í nokkrar mín. Látið kólna þangað til að þetta er sett á kökuna

1 poki pecan hnetur, saxað niður. 

Þegar 15 mín eru liðnar þá tekirðu út kökuna hellir karmellusósunni yfir og pecan hnetunum Kakan fer síðan aftur inn í ofn og nú í 15 mín í viðbót.

Á meðan þessar 15 mín eru að líða þá skaltu gróf saxa niður 150 gr af rjómasúkkulaði og setja yfir kökuna þegar hún er tilbúin. Þú getur líka reynt að klára uppvaskið ef þú hefur tíma 😉 og voila kakan er tilbúin, þetta er alveg dísæt brownie svo mér finnst gott að skera hana í litla bita. Annars sæmir hún sér vel sem desert og ekki er verra að hafa rjóma með 🙂

Íslandfagraisland 428

IMG_1706

Lofa að þið verðið ekki svikinn af þessari köku, nema að þið séuð með bráðaofnæmi fyrir hnetum. En verði ykkur að góðu.

Kveð að sinni,

Eigið yndislegan mánudag.

Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Kökur og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s