Indverskur kjúklingaborgari í Naan brauði

Jæja þá er komið að seinni hluta uppskriftarinnar og sá hluti er í 3 pörtum. Það er jógúrtsósa, mangósalsa og kjúklingabringur. Þessi uppskrift dugir fyrir 3 til 4.

kjúklingabringur:
2 til 4 bringur
sirka 2 msk. Tandoori krydd

Ég byrja alltaf á því að setja bringurnar í poka, ein stór bringa er alveg nóg á mann finnst mér en þið gerið bara eins og þið viljið. Kryddið bringurnar með Tandoori kryddi og það vel af því, alveg hálfa matskeið fyrir hverja bringu, við mælum þetta aldrei akkurat svo það er ekki hundrað í hættuni ef það er meira eða minna. Lokið pokanum og setjið hann til hliðar.

Image

Mangósalsa:
Eitt mangó
1/3 gúrka
1 lítill rauðlaukur
3 msk. sweet chilli sósa
2 msk. olía
pínu pínu salt

Laukurinn, gúrkan og mangóið er skorið frekar smátt og sett í skál, olían, sweet chilli sósan og saltið blandað í og sett inní kæli.

Image

Jógúrtsósa:
3 dl. grískt jógúrt
sirka 1/3 úr gúrku
2 til 3 hvítlauksrif
1 tsk. olía
pínu salt
smá sítrónusafi

Gúrkan skorin í smáa bita og hvítlaukurinn pressaður og allt hrært saman og sett inní ísskáp.

Image

Þegar þetta er allt klárt fer ég í að gera naan brauðin, ég bý til deigið og geri allt tilbúið til steikingar en býð með að steikja þau. Stilli ofninn á 180°c og tek fram bringurnar, set smá smjör eða olíu á pönnu og steiki bringurnar, ekki nauðsynlegt að steikja þær í gegn því þær eru svo settar í eldfast mót og inní ofn þar til þær eru eldaðar í gegn. Tíminn fer algjörlega eftir stærðinni á bringunum. Á meðna bringurnar eru ofninum eru brauðin steikt.
Ef þið viljið er hægt að sjóða smá hrísgrjón og hafa með. Svo er það bara að setja allt á borðið og raða á borgarann, setja báðar sósurnar og bringuna á milli. Það er alls ekki nauðsynlegt að búa til svona hamborgara úr þessu en aðal málið er að allt sé borðar saman, brauðið, kjúllin og sósurnar tvær.

Image

Svona lítur þetta út….

Image

Þetta er svoooo gott…..

Ég vona að þið prófið að elda þetta.
Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í kjúklingaréttir og merkt sem , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Indverskur kjúklingaborgari í Naan brauði

  1. Bakvísun: Kladdkaka | Eldað & Bakað

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s