Indverskt Naan brauð

Gleðilega páska elsku vinir.
Mig langar að deila með ykkur einum rétt sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, það er hinsvegar soldið mikið að setja alla uppskriftina inn í einu og þess vegna ætla ég að byrja á að gefa ykkur uppskrift af rosalega þægilegu og svakalega góðu Naan brauði sem er ekki með neinu geri. Restin af uppskriftinni sem ég mun svo láta inn á næstu dögum kjósum við að kalla Indverska borgara og er að hlutatil úr okkar smíðum. Ég segi okkar smíðum því Óli er aðal kokkurinn í okkar eldhúsi, hann bakar ekki en hann er mjög klár að elda.

Innihald í Naan brauð:
sirka 260gr. hveiti
2 tsk. lyftiduft
2 msk. heitt vatn
1 tsk. agavesíróp/eða bara venjulegt síróp
1/2 tsk. salt
2/3 dl. jógúrt
2/3 dl. mjólk
1 egg
1 msk. olía

Aðferð:
Byrjið á því að setja þurrefnin í skál og blanda, setjið svo allt hitt og blandið vel. Ef ykkur finnst vanta meira hveiti þá bætiði bara aðeins við svo þið getið svona nokkurnveginn hnoðað deigið í höndunum, það á samt að vera aðeins klístrað, ekki reina að hnoða of miklu hveiti inní deigið notið bara hveiti utaná til þess að fletja brauðin út. Skiptið svo deginu niður í kúlur. Hversu margar kúlur fer soldið eftir því hvað þú vilt hafa brauðin stór og þykk. Þið finnið það bara út hjá ykkur en mér finnst gott að fletja þau þunnt út því þau stækka aðeins.
Setjið svo pönnu á eldavélina og útbúið hvítlaukssmjör til þess að steikja uppúr. Ég bræði smjör og pressa 1 til 2 hvítlauksgeira og smá hvítlaukssalt útí.
Áður en ég byrja að steikja set ég svo sirka 2 msk. af smjörinu á pönnuna og eitt brauð á eða fleiri ef komast. Brauðin eru steikt í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið en best er samt að finna það út sjálfur hvað hvert brauð tekur langan tíma, svo smyr ég hvítlaukssmjöri ofaná brauðin áður en ég sný þeim við. Ef þið viljið þá má strá smá hvítlaukssalti yfir og/eða smá salti.

_MG_5242

Svo einfalt er það 🙂
Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Brauðmeti og merkt sem , , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Indverskt Naan brauð

  1. Bakvísun: Indverskur kjúklingaborgari í Naan brauði | Eldað & Bakað

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s