Míní Ostakökur

Við fengum vini okkar í mat í vikunni og buðum þeim upp á aðkeypt Sushi! Mér fannst ég þó verða að gera eitthvað heimagert með og var því fullkomið að bjóða upp á þessar Míní Ostakökur í desert. Ein á mann er meira en nóg og því auðvelt að leyfa sér eftir létta máltíð eins og Sushi. Uppskriftin gæti virkað flókin en ekki láta það blekkja ykkur, ég vippaði í þessar á no time.

Image

Botninn
1 bolli kexkökur (Digestive, kaffikex – flest virkar)

2 matskeiðar sykur
1/4 bolli smjör

Ostakakan
220 grömm rjómaostur

1/3 bolli sykur
1 egg
1 teskeið vanilludropar

Kökudeig (Cookie dough)
5 matskeiðar smjör
1/3 bolli púðursykur
1/4 bolli sykur
1/4 teskeið salt
1 teskeið vanilludropar
1/2 bolli hveiti
2/3 bolli súkkulaði

Aðferð
1.
 Hitið ofninn á 180°C. Smyrjið cupcake eða muffins plötu að innan með örlitlu smjöri.
2. Byrjið á að útbúa botninn. Bræðið smjörið, myljið kexkökurnar (t.d. í poka með því að rúlla kökukefli yfir) og blandið við sykurinn. Þrýstið svo í botninn á formunum, þessi uppskrift passar fyrir 12 cupcakesstærðir og örugglega svona 10 muffinsstærðir. Setjið inn í ofninn í 5 mínútur. Takið út og kælið.
3. Undirbúið svo kökudeigið. Blandið saman í hrærivél, smjöri, púðursykri, sykri, salti, vanilludropum og hveiti þar til það er blandað saman og blandið svo rólega saman niðurskornu súkkulaðinu. Þá er kökudeigið klárt og sett til hliðar.
4. Næst er ostakakan búin til. Blandið rólega saman rjómaostinum og sykrinum saman í hrærivélinni þar til það er vel blandað saman. Bætið svo egginu og vanilludropunum við og hrærið saman við með sleif. Setjið svo ostakökuna ofan á kælda botninn sirka matskeið á hvern. Dreifið yfir og myndið kúlu sem er sirka á stærð við eina teskeið af kökudeiginu og setjið ofan á hverja ostaköku fyrir miðju.
5. Þá eru kökurnar settar inn í ofninn í 20-25 mínútur.
Best er svo að taka þær úr, leyfa þeim að kólna á borðbekknum áður en þær eru svo settar í ísskáp í nokkra klukkutíma og best er ef tími gefst til að hafa þær í kæli í sólarhring.

Ég gerði hálfa uppskrift, notaði cupcakesform og fékk því 6 míní ostakökur.
Verði ykkur að góðu, Abbý

Fróðleiksmoli: Einn bolli er 250 millilítrar eða 2 1/2 desilítri. 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Kökur, Með kaffinu. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Míní Ostakökur

  1. Eyrún sagði:

    Fékk þessar í saumó hjá Nínu! Mmm góðar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s