Kókos gulróta súpa með karrí og engifer

í gær var mánudagur sem þýðir súpudagar á þessu heimili, ég var búin að lofa því að vera duglegri að deila með ykkur uppskrift af mánudagssúpunum mínum. Í gær gerði ég rosalega holla og góða gulrótarsúpu sem sló rækilega í gegn á þessu heimili og var borðuð upp til agna. Uppskriftin er fyrir ca 4 fullorðna.

1 laukur, saxaður

1 ferskur rauður chilli, saxaður (hreinsið steinana úr ef þið viljið ekki hafa hana sterka).

2 hvítlauksrif pressuð

4 cm engiferrót, skorinn í mjóar sneiðar

800 gr gulrætur

1 msk karrí-krydd

1 tsk chili-krydd

1 L grænmetissoð (2 grænmetisteningar og vatn)

1 dós (400 ml) kókosmjólk

olía til steikingar

salt og pipar eftir smekk

Hitið olíuna í potti og steikið laukinn, engifer, chilli og hvitlauk þar til hann byrjar að brúnast. Bætið þá karrí og chilikryddi saman við og hrærið saman.  Hellið heitu grænmetissoði út í pottinn og setjið gulræturnar útí. Sjóðið þangað til að gulræturnar verða mjúkar og soðnar í gegn sem er í uþb korter.

súpa4

Maukaðu þá súpuna með töfrasprota eða settu gumsið í matvinnsluvél ef þú átt ekki töfrasprota. Hellið aftur í pottinn og bætið kókosmjólkinni saman við. Hitið upp að suðu og leyfið að malla í 2-3 mínútur.

súpa3

Þá er súpan klár til að borða, saltið og piprið súpuna eftir smekk, munar mikið um að hafa smá salt og pipar. Ég bar hana fram með rosalega góðum osta og gulrótarbollum. Gefi ykkur uppskrift af þeim seinna 🙂

súpa2

Verði ykkur að góðu,

Ykkar
Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Súpur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s