Bakaríssnúðar og karamellukrem

Ég var með svakalega löngun í íslenskan bakaríssnúð með karamellu um daginn og ákvað að skella bara í eina svoleiðis uppskrift og varð alls ekki fyrir vonbrygðum. Þetta er frekar einfalt og er örugglega ódýrara en að fara út í bakarí.

Image

Innihald:
500 gr. hveiti
2 msk. ger
3 msk. sykur
1/2 tsk. salt
1 egg
2 1/2 dl. mjólk
150 gr. smjörlíki

Fylling:
Smjörlíki og kanelsykur

Aðferð:
Hitið mjólkina upp svo hún sé rétt volg, setjið sykurinn, saltið og gerið saman við og látið standa í 5 til 10 mín. Bræðið svo smjörið og blandið því við. Setjið svo restina af hráefninu útí og hrærið. Ef ykkur finnst deigið vera blautt eða þurt þá bætiði bara hveiti eða smá mjólk við. Látið deigið lyfta sér í hálftíma í skálinni með klút yfir. Stillið ofninn á 200°c á undir og yfirhita.

Image

Leggið svo deigið á hveitistráðan flöt og fletjið út. Fletjið það út eins stórt og þið viljið, því meira sem þið fletjið það út því minni verða snúðarnir.

Image

Penslið deigið með bráðnu smjöri og stráið kanelsykri yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í bita.

Image

Setjið bitana á plötu og lagið þá til svo þeir séu hringlóttir og flottir og ýtið aðeins ofaná þá.

Setjið snúðana inní ofninn og takið út þegar þeir eru orðnir fallega brúnir.
Á meðan snúðarnir eru inní ofni er kremið gert.

Karamellukrem:
1 dl. púðursykur
1/2 dl. smjör
2msk. mjólk
1 tsk. vanillusykur
smá salt
flórsykur eftir þörf sirka 400gr.

Allt þetta, fyrir utan flóryskurinn, er sett í pott og brætt, það tekur enga stund. Potturinn tekin af hellunni og flórsykrinum hrært samanvið smátt og smátt þar til þér finnst kremið vera orðið fínt. Ég set stundum nokkrar dropa af olíu í kremið svo það komi smá glans.

Þegar snúðarnir koma út úr ofninum er kreminu svo helt á með skeið, ef kremið er orðið stíf má setja pottinn aðeins aftur á helluna og hræra vel í ámeðan það er að mýkjast upp.

Þetta krem er líka mjög gott á venjulegar súkkulaði muffins. Uppskriftinn af þessum muffins er hérna. þessi uppskrift dugir í sirka 24 muffins.

Image

Eigið góðan dag
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Kökur, Með kaffinu og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s