Laxaborgarinn!

Þessi unaðslega góði borgari verður í matinn hjá mér í kvöld! Ein gömul mynd fær að fljóta með svo þig lesendur getið verið memm í laxborgaragerð.

Image2 laxaborgarar:
1/2 stór laukur (1 lítill)
2 matskeiðar sítrónusafi
1 teskeið rifinn sítrónubörkur
2 pressaðir hvítlauksgeirar
250 grömm lax
1 matskeið haframjöl
salt og pipar

Ég töfrasprota lauk, hvítlauk, sítrónusafa, sítrónubörk, salt og pipar saman. Set laxinn í bitum ofan í ásamt haframjölinu og ýti svo 2-3 á takk á töfrasprotanum til að blanda öllu saman án þess að mauka laxinn algjörlega. Það er líka hægt að nota matvinnsluvél. Ég bý svo til 2-3 borgara með því að búa til kúlu og þrýsta svo á ofnplötu með bökunarpappír svo kúlan verði sem líkust hamborgara, það hentar náttúrulega mjög vel að eiga hamborgarapressu við gerð borgaranna en ekki nauðsynlegt. Persónulega vil ég ekki hafa laxaborgarana of þykka svo þessi uppskrift hentar vel fyrir 2 fullorðinsborgara og 1 barnaborgara fyrir litla villinginn á heimilinu. Borgararnir eru svo eldaðir í 20 mínútur í 180° heitum ofni.

Það er svo alveg frjálst val hvað sett er á borgarann, ég var með sætar franskar kartölfur (uppskrift kemur síðar), kál, rauðlauk, papriku, tómat og heimagerða sósu úr léttri AB-mjólk. Endilega prófið og skrifið svo í athugasemdum ef þið eruð með sniðugar uppástungur af góðu meðlæti með borganum 🙂

Verði ykkur að góðu, Abbý

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Fiskréttir. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s