Himnesk eplakaka með vanillufyllingu og karmellusósu

Jæja góðir lesendur.

Gleðilegt nýtt ár og afsakið bloggleysið.

Ég er búin að vera á kafi í skólanum, flytja til Noregs, tölvan mín bilaði og ég missti allar myndirnar af girnilegum mat og kökum sem ég hef verið að baka og elda. En ég lofa að bregðast ykkur ekki núna, er með fullt af girnilegum uppskriftum sem bíða ykkar 🙂

Í dag ætla ég að deila með ykkur alveg himneskri eplaköku. Hún er fyllt með vanillubúðing, eplamús, eplum og ofan á henni er karmellusósa.

Ég smakkaði svipaða eplaköku á Kaffi Rauðku á Siglufirði. Alveg allt of góð. Hafiði komið á Kaffi Rauðku á Siglufirði? Ég mæli með þið farið þangað ef þið eigið leið norður í land. Svo fallegt og skemmtilegt kaffihús við höfnina á Siglufirði. Þvílík uppbygging sem hefur verið á Siglufirði síðustu ár og ég mæli með að þið farið þangað. Enda finnst mér Siglufjörður fallegasti staður á landinu 😉

siglo

En nóg um það, ég semsagt fékk eplaköku þar  og því miður get ég ekki farið þangað þegar ég vil svo ég reyndi að finna út úr því hvað var eiginlega í kökunni. Við tengdaamma mín vorum mikið að pæla í hvað væri eiginlega í þessari köku og spáðum að það væri ca svona. Mér finnst þessi kaka næstum því betri en sem ég fékk á Kaffi Rauðku en ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni

Innihald

300 g smjör
300 g hveiti
300 g sykur
3 egg
1 ½ tsk lyftiduft

Smjörið er látið standa í svolitla stund uppi á borði áður en það fer í hrærivélaskálina. Þá er það þeytta saman við sykurinn og eggin. Svo er hveitinu og lyftiduftinu blandað saman við. Sett til hliðar á meðan þið gerið fyllinguna til.

Fylling: Royal Vanillubúðingur. I svíðþjóð hefur verið erfitt að kaupa vanillubúðing svo ég hef keypt vanillukrem sem fæst i pakka, sem blandast út í vatn. Mér finnst reyndar betra að hafa royal búðing. En þeytið vanillubúðingin eftir uppskrift aftan á pakkanum og látið standa meðan hann stífnar.

Vanillubúðingur
Eplamús ca hálf krukka
1epli skorið í litla bita
kanilsykur

Næst geriði þetta:

Íslandfagraisland 155

Smyrjið 2/3 af deiginu í botninn og á hliðarnar.

Íslandfagraisland 159

Setjið fyllinguna ofan á það, vanillubúðing fyrst, síðan epli og eplamús og stráið kanilsykri eftir smekk.

Íslandfagraisland 161

Restin af deiginu sett yfir fyllinguna.

Bakist á 180 gráðum í ca 40-50 min, en fylgstu með kökunni kannski tekur það styttri tima. Það fer ekki milli mála hvenær hún er til, hún byrjar að brúnast og endarnir losna frá. Best er að láta kökuna kolna áður en hún er tekin úr forminu, svo það sé auðveldara að taka hana úr forminu.

Svo set ég karmellusósu yfir kökuna en það eru 3 brædd marstykki með smá rjóma eða
þessi karmellusósuuppskrift
120 g smjör
115 g púðursykur
½ tsk vanilludropar
¼ bolli rjómi

Setjið allt hráefnið saman í pott og látið suðuna koma upp.

Því næst er karmellusósan sett ofan á kökun og hún tilbúin til að bera fram. Ég lofa að þið verðið ekki svikinn af þessari, alveg allt of góð.

Íslandfagraisland 172

Verði ykkur að góðu og ég lofa að blogga mjög fljótt aftur 🙂

Kveðjur frá Drammen, Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Kökur, Með kaffinu og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Himnesk eplakaka með vanillufyllingu og karmellusósu

  1. Íris sagði:

    Gleymi því ekki þegar við smökkuðum þessa fyrst 😀 Er ekki ennþá búin að prófa að baka hana en nú er engin afsökun, geri hana í næsta saumó 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s