Geðveikar súkkulaðibitakökur

Í morgun fengum við gesti í brunch til okkar. Við höfðum á boðstólnum beyglur sem ég hafði bakað um daginn og var búin að frysta, einnig bakaði ég skinkuhornin frá henni Abbý og svo gerði ég súkkulaðibitakökur sem ég ætla að deila uppskriftinni af núna.

Image

Innihald í súkkulaðibitakökur:

280 gr. smjörlíki
3 dl. púðursykur
2 dl.  sykur
1 1/2 tsk. salt
2 tsk. vanillusykur
1 1/2 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
2 egg
7  1/2 dl. hveiti
400 gr. suðusúkkulaði

Aðferð:
Vertu búin að undirbúa þig örlítið áður en þú ferð í baksturinn. Best er að vera búin að taka út smjörið og eggin nokkru áður en þú byrjar, því þú vilt hafa öll hráefnin við stofuhita. Settu smjörið, allan sykurinn, bökunarsódan lyftiduftið, saltið og vanillusykurinn í skál hrærðu vel saman, bættu svo eggjunum við og hrærðu vel á milli. Settu svo hveitið útí og í lokin skerðu súkkulaðið í bita, bæði litla og stóra bita og öllu blandað saman.

Lang best er að setja svo deigið í poka og inní kæli í 24 til 36 tíma. Einnig má skipta því niður í marga poka eða box og þá er hægt að frysta það og taka út smá og smá í hvert skipti til að baka kannski 5 kökur með kaffinu. Þetta er mjög stór uppskrift en ég geri hana alltaf alla því það er svo gott að eiga í frystinum svona deig.

Það er líka í góðu lagi að sleppa því að geyma deigið í sólahring og skella því beint í ofninn og það var það sem ég gerði í morgun.

Ofninn stilti ég á 200°c og setti með skeið deigkúlu á stærð við golfbolta á smjörpappír. Plötunni skellti ég svo inní ofn í sirka 10mín. Betra er að baka kökurnar of lítið en of mikið.

Ég er ekki með það á hreinu hvað þetta eru margar kökur en í morgun t.d vorum við 4 fullorðin í brunch og tvö börn og ég bakaði 1/4 af uppskriftinni og restin fór í frystinn og það var alveg nóg. Mig minnir að það hafi verið svona 8-10 kökur kannski.

Ég mæli mikið með þessum kökum, þær eru alveg svakalega góðar, sérstaklega með ískaldri mjólk.

Image

Bestu kveðjur
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Kökur, Með kaffinu og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s