Pestókjúklingalasagna

Ég útbjó kjúklingalasagna með pestói í gær, einstaklega gott! Gaman að breyta til frá hefðbundnu lasagna. Mæli með að þið prófið!

Innihald fyrir fjóra:
2 kjúklingabringur
200 grömm grænt pestó
200 grömm sýrður rjómi
200 grömm parmesanostur
1 kjúklingakraftsteningur
Lasagnaplötur (ég nota ferskar svo eldunartíminn ræðst ekki af þeim en annars verðið þið að lesa á pakkningarnar á lasagnaplötunum)

1) Hreinsið kjúklingabringurnar og skerið í frekar smáa bita. Steikið í ólífuolíu og saltið og piprið eftir smekk. Þegar kjúklingurinn er eldaður í gegn takiði pönnuna af hitanum og farið yfir í skref 2.
2) Blandið saman sýrðum rjóma, 150 grömmum af parmesanosti og kjúklingateningnum, þá blöndu ætlið þið að nota í stað hefðbundinnar bechamel sósu.
3) Hitið bakarofninn á 180°C.
4) Byrjið á því að setja örlitla ólífuolíu í botninn á eldföstu móti. Setjið svo 1/4 af „bechamel“ sósunni og lasagnaplötur yfir. Þar næst setjið þið aftur sirka helminginn af  „bechamel“ sósunni og sirka fjórar matskeiðar af pestói, dreifið vel og raðið svo öllum kjúklingnum þar ofaná. Setjið svo lasagnaplötur yfir kjúklinginn og svo restina af „bechamel“ sósunni og restina af pestóinu og dreifið og rífið svo sirka 50 grömm af parmesanosti yfir.
5) Setjið inn í ofn í 30 mínútur.
6) Sem meðlæti hafði ég niðurskorna tómata og týpískt frosið hvítlauksbrauð. Allt einstaklega einfalt en auðvitað mæli ég frekar með ef þið hafið tíma að skella í eins og eitt stykki fetaostabrauð a la Anna Lind.

ImageEinfalt og gott. Verði ykkur að góðu, Abbý. 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir kjúklingaréttir, Pastaréttir, Sósur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s