3 ára afmæli

Alveg frá því að dóttir mín fæddist hefur mig langað til að halda rosalega flotta afmælisveislu með þema og fallegum kökum og fleira skemmtilegu. Það hefur hinsvegar aldrei verið tækifæri til þess því á eins árs afmælinu vissi hún í raun ekki hvað var í gangi, á 2 ára afmælinu vorum við flutt út til Gautaborgar og það komu 2 börn í afmælið og mér fannst ekki taka því að vera að gera svaka barnaveislu bara fyrir 3 börn. Þetta ár ákvað ég bara að slá til, þótt að börnin í afmælinu væru nú bara orðin tvö, afmælisbarnið og Arey vinkona. Hello Kitty þema varð fyrir valinu þar sem hún dóttir mín er einstaklega hrifin af henni núna og ég sá sko ekki eftir því að hafa eitt 3 eða 4 klukkutímum í eina köku og öðrum 2 klukkutímum í að gera kökupinna kvöldið áður því dóttir mín var SVAKALEGA glöð þegar ég sýndi henni kökuna morguninn eftir. Bara það var vinnunnar virði!!

Image

Þetta er kökuuppskriftin sem ég notaði:

4 dl. púðursykur
2 egg
2/3 dl. olía
5 dl. hveiti
1/2 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
3 tsk. vanillusykur
1 dl. kakó
2 1/2 dl. súrmjólk
1/2 dl. heitt vatn

Hitið ofninn í 200 gráður. Hrærið saman sykrinum og eggjunum, bætið svo öllu útí nema vatninu, geymið það þar til síðast. Ef ykkur finnst deigið vera mjög þykt þá látiði hálfan dl. af vatni annars bara 1/4. Ef deigið er enn þykt setjið þá bara aðeins meira. Hellið deginu í smurt bökunarform (þessi uppskrift passar í bökunarform sem er ca. 25 x 35 cm eða í 24 muffins form), og bakið í miðjum ofni í ca 20 mínútur (styttri tími fyrir muffins) best að stynga gaffli í kökuna til þess að athuga hvort deigið sitji fast á gagfflinum, ef ekkert kemur á gaffalinn er hún tilbúin.

og svo setti ég þetta krem á kökuna:

150 gr. mjúkt smjör
200 gr. flórsykur
4 msk. kakó
2 msk. síróp

Image

Kakan leit svona út hjá mér. Ég er alveg svakalega montin með hana þar sem þetta er mín fyrsta tilraun af sykurmassa…. og þessvegna ætla ég heldur ekki að fara að segja ykkur hvernig á að fara að því, því ég er ekki með það alveg á hreinu eftir þessa einu köku 🙂

Þar sem ég bakaði kökuna mína bara í hringlaga formi þá þurfti ég að skera út Kitty hausinn og þar með varð soldið af köku í afgang, þann afgang er hægt að milja vel niður í skál og bæta eins og 2 msk. af smjörkremi við og hnoða svona litlar kúlur.
Ég keypti einhverntíma fyrir jól á amazon svona kökupinna og þeim dýfði ég rétt ofaní brætt hvítt súkkulaði og stakk svo í kúluna, kúlunni dýfði ég svo í súkkilaðið aftur og skreytti svo með alskonar skrauti.

Image

Þetta var allavega rosalega fallegt allt á borðinu og það var það sem skipti máli þetta árið 🙂

Image

Hafið það gott í dag elskur
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Kökur og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við 3 ára afmæli

  1. Bakvísun: Bakaríssnúðar og karamellykrem | Eldað & Bakað

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s