Einfalt, hollt og gott pasta

Fyrir fátæka námsmenn er erfitt að forðast að borða pasta öðru hvoru. Pasta þarf samt alls ekkert alltaf að vera óhollt og ætla ég að deila uppáhaldspastaréttinum okkar fjölskyldunnar með ykkur. Hann er ódýr, góður, einfaldur og hollur! Einmitt það sem maður nennir að elda á mánudegi.

Innihald:
300 grömm heilhveitipasta
3 matskeiðar ólífuolía (2 matskeiðar í sósuna og 1 til steikingar)
2 hvítlauksrif
1 box af spínati (ég kaupi baby spínat)
rifinn börkur af einni sítrónu
2 kjúklingabringur 
Balsamikedik/balsamiksýróp
1/2 matskeið þurrkuð basilika eða 1 matskeið fersk (má líka nota steinselju)
salt og pipar 

Image

1. Setjið tvær matskeiðar af ólífuolíu í skál, merjið tvö hvítlauksrif útí, setjið basilikuna útí og rífið svo börk utan af einni sítrónu útí. Þá er sósan klár, sjúklega einfalt og hollt! Hvítlaukur og ólífuolía eru miklu hollari óelduð svo það er plús!

2. Sjóðið 300 grömm af heilhveiti pasta á meðan þið útbúið kjúklinginn.

3. Hreinsið tvær kjúklingabringur og skerið í frekar smáa teninga, steikið kjúklinginn svo í einni matskeið af ólífuolíu þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn, saltið hann þá og piprið. Bætið svo einni matskeið af balsamikediki eða balsamiksýrópi á pönnuna og látið gufa upp. Að lokum bætið þið svo spínatinu útá pönnuna, þegar það fer að minnka takiði pönnuna af hitanum.

4. Þegar pastað er klárt setjið það útí skálina þar sem olían, hvítlaukurinn, sítrónan og basilikan er og veltið uppúr olíunni. Bætið svo kjúklingnum og spínatinu útí.

5. Ég mæli svo með því að rífa ferskan parmesanost yfir þegar pastað er komið á diskinn!

Verði ykkur að góðu, Abbý. 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Pastaréttir. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Einfalt, hollt og gott pasta

  1. Guðrún Alda sagði:

    Googlaði „pastaréttir“ í dag, datt niður á síðuna þína og leist mjög vel á. Þessi réttur varð svo fyrir valinu sem kvöldmatur dagsins. Svakalega gott og verður eldað oft hér eftir 🙂
    Takk fyrir okkur!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s