DIY umslög

Mér datt í hug að sýna ykkur umslögin sem ég gerði undir jólakortin síðustu jól. Það er frekar kostnaðarsamt að senda út jólakort en það er samt eitthvað sem ég vil ekki sleppa að gera. Ég bý mín jólakort til sjálf og læt svo bara prenta þau á ljósmyndapappír, það er lang ódýrast.
Þessi umslög þurfa ekkert endilega bara að vera fyrir jólakort, þetta eru mjög skemmtileg umslög við hvaða tilefni sem er eins og undir afmæliskort eða einhverskonar boðskort.

Image

Þegar við fluttum inní stúdenta íbúðina okkar hérna í Gautaborg fann ég bunka af glanstímaritum sem skilin höfðu verið eftir, af einhverri ástæðu setti ég þau bara uppí skáp og hef ekki snert þau þar til um jólin. Ég vissi að þau kæmu að góðum notum einhverntíma!

En svona fór ég að því að gera umslög úr tímaritum

Image

Flettu í gegnum tímaritin sem þú átt og leitaðu að blaðsíðu sem er skemmtileg eða flott. Rífðu síðuna varlega úr svo hún sé nokkuð bein. Snúðu svo hliðinni sem þú vilt að snúi út niður á við og brettu uppá kantana sitthvoru megin eins og sést á myndinni að neðan.

Image

Image

Brettu svo blaðið svona eins og sést hér að ofan. Passaðu bara að það sé nóg pláss fyrir kortið ofaní, brotið er því sirka 11cm og þá einhverjir 6cm eftir að ofan. Hugsaðu líka út í það hvernig myndin eða það sem er á blaðsíðunni snýr, þannig að það sé ekki á hvolfi framan á umslaginu, ef það skiptir máli.

Image

Næst bríturu efri hornin niður eins og sést hér….

Image

Image

og svo er það bara að líma. Annað hvort geturu teið glært límband og límt hliðarnar saman og hornin niður eða límt með límstifti eins og ég gerði og það var nú bara af því ég á ekki límband.

Image

Opnaðu umslagið og settu lím á brotin að innan.

Image

Settu líka lím inná hornin og límdu þau niður.

Image

og þá er þetta bara tilbúið. Það er betra að leifa líminu að þorna áður en þú setur kortið ofaní. Hérna eru nokkur umslög sem komu úr tímaritum hjá mér.

Image

Image

Eigið góðan dag
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í DIY og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við DIY umslög

  1. Stebba sagði:

    Vá Sara! Þú ert alveg ótrúleg, ekkert smá flott hugmynd hjá þér 🙂

  2. svartalfarr sagði:

    Kemur vel út og sniðug leið til að nýta gömul blöð, -erla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s