Pítubrauð

Ég ákvað að prófa að gera heimagerð pítubrauð fyrir jól. Áður en ég byrjaði var ég búin að ákveða að þetta myndi mistakast því ég bara hélt að það þyrfti einhverja töfra til þess að gera þessa holu inní brauðinu svo hægt væri að setja allt grænmetið og það ofaní. En svei mér þá, þetta tókst og var bara alls ekki erfitt. Það þurfti ekkert töfra handbragð eða súper góðan ofn, það nægði bara að fylgja uppskriftinni 🙂

Image

Innihald:
1 msk. ger
3 dl. volgt vatn
1 tsk. salt
7 – 8 dl. hveiti

Aðferð:
Hellið volgu vatninu í skál og sáldrið gerinu yfir, leifið því að standa í um 5 til 10 mínútur. Bætið saltinu við og 3 1/2 dl. af hveiti og hrærið aðeins, bætið svo 3 1/2 dl. til viðbótar og meira ef ykkur finns deigið of blautt, það á ekki að klístrast við hendurnar en á samt ekki að vera of þurt. Látið hnoðast vel í um 5 mínútur.

Image

Skiptið deiginu í 6 til 8 bita, meiga vera færri eða fleiri það fer eftir því hvað þú vilt hafa brauðin stór. Gerðu kúlur úr deiginu, stráðu hveiti á borðið og notaðu svo kökukefli til þess að fletja úr kúlunni svo úr verði fallegur hringur sem er sirka hálfur centimeter á þykkt. Passaðu að hver hringur sé jafn þykkur allsstaðar!!

Image

Þegar búið er að fletja allt út láttu þá alla hringina liggja á hveitistráðum fleti í 30 til 40 mínútur.
Á meðan deigið er að lyfta sér, stiltu þá ofninn á 220° (undir/yfir eða 200 á blæstri).
Þegar þessar 30 til 40 mínútur eru liðnar, taktu þér þá spaða og snúðu deighringjunum við á plötunni, þannig að sú hlið sem snéri niður áðan snúi upp núna. Þá er bara að skella þessu inn í ofn í 10 til 15 mínútur eða þar til brauðin eru orðin smá brún að hluta til.

Image

Ég mæli með því að þú fylgist með brauðinu í ofninum fyrstu 5 mínúturnar, þá sérðu töfrana gerast 😉
Brauðið setti ég svo bara í poka og inn í frysti og tók út og skellti í ristavélini þegar ég þurfti.

Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Brauðmeti. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Pítubrauð

  1. Stebba sagði:

    Þetta er nú meiri snilldin! Ætla klárlega að prófa þetta við tækifæri 🙂

  2. eldadogbakad sagði:

    endilega segðu okkur hvernig tekst 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s