„Súkkulaðibitakökudeigs-djöfla-ostakaka“

Góðan dag
Þá er komið að framhaldinu af uppskrift gærdagsins. Í gær setti ég inn uppskrift af súkkulaðibitakökudeigi sem er einn af þremur botnum í þessari hættulega góðu köku.
Mér finnst best að gera súkkulaðibitakökudeigið daginn áður, það er betra ef það fær að vera í ísskápnum í einn sólahring. Þegar þú ákveður að byrja að baka restina af kökunni þá byrjaru á því að taka út deigið til þess að leyfa því að mýkjast.

Innihald neðsta botnsins sem er súkkulaðikaka:
30 gr. dökkt súkkulaði
aðeins meira en 1/2 dl. kakó
1 dl. heitt vatn
1 egg
2 msk. jógúrt/súrmjólk
1 tsk. vanilludropar
1 3/4 dl. púðursykur
1 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. salt
2 dl. hveiti
6 msk. olía

Aðferð:
30 gr. saxað dökkt súkkulaði, kakó og heitt vatn sett í skál, blandað saman, sett til hliðar og leyft að leysast upp.

Image

Eggið og jógúrtið hrært vel saman og helmingnum af súkkulaðiblöndunni bætt við. Vanillu og púðursykri bætt í ásamt lyftidufti, salti og hveiti. Undir lokin er svo olíunni hrært saman við og svo restinni af súkkulaðiblöndunni. Þetta er svo sett í smurt form (helst svona smelluform eða form sem er auðvelt að ná kökunni úr) og inní ofn á 180° í sirka 25 – 30 mín eða þar til ekkert kemur á gaffalinn þegar þú stingur honum í kökuna. Ég er með svo svakalega flottan ofn og hef ekki kost á því að baka á blæstri svo að ég verð að gera allt á undir og yfir hita. Þannig ef þið viljið baka á blæstri þá munið bara að lækka aðeins hitann og fylgjast bara vel með kökunni. Leifið kökunni að kólna í smá stund í formina og takið hana svo úr og leyfið að kólna alveg.

Þá er það næsti botn…..

Innihald ostakökubotns:
110 gr. smjörlíki
1 dl. sykur
200 gr. rjómaostur
2 egg
2 msk. flórsykur
1 msk. vanillusykur
1 tsk. lyftiduft
3/4 dl. hveiti

Aðferð:
Mjúkt smjör og sykur þeytt saman, rjómaostinum bætt við og eitt egg í einu sett útí og hrært vel.

Image

Flórsykur, vanillusykur, vanilludropar og lyftiduft hrært við og svo hveitinu undir lokin. Deiginu er svo hellt í smurt form og sett inní 160° heitann ofn í 50 mínútur.

Image

Þegar báðir botnarnir eru orðnir alveg kaldir er hægt að halda áfram.

Image

Image

Ég ákvað um helgina að skera botnana í svona litla hringi eins og sést á myndinni hér að ofan og gera margar litlar kökur í stað þess að gera eina stór eins og ég hef venjulega gert.

Þá er komið að því að setja botnana saman. En það er eitt enn sem þarf að gerast og það er að búa til smjörkrem.

Innihald smjörkrems:
220 gr. mjúkt smjör (ekki smjörlíki)
4 1/2 – 5 dl. flórsykur
1 tsk. vanilludropar
1/2 msk. kakó
pínu salt

þetta er allt þeytt saman og haft við höndina þegar botnarnir eru settir saman.
Súkkulaðibitakökudeigið ætti nú líka að vera orðið mjúkt og tilbúið til notkunnar.

Leggðu fyrsta botninn, sem er súkkulaðikakan, á disk. Smyrðu smá lagi af smjörkreminu á botninn og leggðu ljósa botninn, ostakökuna, ofaná.

Image

 Næst tekuru kökudeigið, eins og eina golfkúlu sirka og mótar í sömu stærð og leggur ofaná ljósa botninn. Svo er smjörkreminu smurt utan um alla kökuna og svo skreytt ef maður vill.

Image

Image

Svona lítur þetta þá út. Verst bara hvað ég er léleg í að skreyta og gera svona kökur fínar, ég verð eitthvað að fara að æfa mig held ég.
En venjulega geri ég kökuna svona stóra eins og hérna að neðan.

Image

Ég vona að þið prófið þessa köku.
Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Kökur. Bókamerkja beinan tengil.

3var við „Súkkulaðibitakökudeigs-djöfla-ostakaka“

  1. Bakvísun: Kökudeig | Eldað & Bakað

  2. Arna sagði:

    nammmmmmi! þetta verð ég að prófa 😀

  3. Marthe sagði:

    Vá þetta er svo allt of girnilegt – verst að maður er ekki svona góður í eldhúsinu eins og þið 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s