Kökudeig

Jæja nú fer þessi síða af stað aftur, vona ég, eftir gott jólafrí. Jólin hjá okkur voru yndisleg með frábærum mat og góðu fólki en mikið er nú gott að vera komin heim til sín. Abbý og fjölskylda komu í heimsókn til okkar um helgina og ákvað ég að gera eina köku sem ég hef gert nokkru sinnum áður. Ég rakst á uppskriftina á Pinterest en er samt búin að breyta henni aðeins og gera hana að minni eigin 🙂
Þar sem þetta er frekar mikil uppskrift í mörgum pörtum þá ætla ég að byrja á því að sína ykkur einn hluta af þremur. Fyrsti hlutinn verður því kökudeig sem borðast hrátt. Það eru engin egg eða lyftiduft.

Innihald:
140 gr. smjörlíki
3 dl. púðursykur
2/3 tsk. salt
2 msk. flórsykur
1 tsk. vanilludropar
4 1/2 dl. hveiti
3 msk. mjólk
150 gr. dökt súkkulaði

Aðferð:
Þeytið smjörlíkið og sykurinn saman, bætið saltinu, flórsykrinum og vanilludropunum við hrærið því saman. Þar næst fer hveitið og útí og örlítil mjólk og svo niður brytjað súkkulaðið.

Image

Image

Þetta set ég svo í poka og inn í kæli ef ég ætla að gera kökuna sem ég sýni ykkur á morgun eða set það bara inn í frysti ef ég vil eiga smá deig til þess að borða með ís, vöfflum eða bara eitt og sér. Þetta deig er ekki til að baka í ofni, eingöngu til þess að borða hrátt.

Image

Image

Fylgist svo með á morgun þá set ég inn restina af uppskriftinni af kökunni 🙂

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Kökur. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Kökudeig

  1. Bakvísun: “Súkkulaðibitakökudeigs-djöfla-ostakaka” | Eldað & Bakað

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s