Tandoori Ýsa

Í gær eldaði ég íslenska ýsu með íslenskum kartöflum. Ég ákvað samt að hrista aðeins upp í þessu hefðbundna og matreiddi ýsuna með asísku yfirbragði. Rétturinn heppnaðist einstaklega vel og allir voru sáttir bæði ungir sem aldnir.

Fiskrétturinn:
Ýsuflök
Ólífuolía
Salt og pipar
Parmesanostur
Engiferrót
Lime
Tandoori Masala krydd
Tómatar
Perlulaukur (vel hægt að nota rauðlauk, hann er örlítið bragðmeiri)

Sósan:
Létt AB-mjólk
Hvítlauksrif
Tandoori Masala krydd

Meðlætið:
Kartöflur (allt eins gott að hafa hrísgrjón)
Gulrætur
Sítrónusafi

Ég byrjaði ég því að setja örlitla ólífuolíu í eldfast mót og velti fisknum upp úr henni og saltaði og pipraði. Næst reif ég sirka 150 grömm af parmesanosti í skál, reif börk af einu lime út í skálina og reif svo sirka 2 sentimetra af engiferrót út í, að lokum bætti ég við 1 teskeið af tandoori kryddi. Þessu blandaði ég saman og dreifði yfir fiskinn í eldfasta mótinu. Síðan skar ég niður 3 tómata og einn perlulauk og dreifði yfir ásamt því að kreista safann úr hálfu lime yfir. Ég setti svo fiskinn neðarlega inn í 200° heitan ofn og hafði hann þar í 20 mínútur. Ég sauð kartöflurn á meðan ég útbjó fiskiréttinn. Þegar ég hafði svo skrælt kartöflurnar og rétturinn var að verða til útbjó ég létta sósu með sem samanstóð af 1 og hálfum desilítra af léttri AB-mjólk, einu krömdu hvítlauksrifi og hálfri teskeið af tandoori kryddi. Til þess að hafa smá ferskt með skrældi ég niður nokkrar gulrætur í skál og kreisti örlítinn sítrónusafa yfir.

Image

Einstaklega einfaldur og góður réttur. Verði ykkur að góðu, Abbý.

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Fiskréttir, Kaldar sósur, Sósur. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Tandoori Ýsa

  1. Anna Kristín sagði:

    Ég þarf að prófa þetta – fer í þetta strax á mánudag! Skemmtieg síða hjá ykkur girls 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s