Mangó lax

Ég geri ráð fyrir því að þið séuð búin að borða nóg af söltuðu kjöti, kökum og öðru óhollu yfir hátíðarnar. Eins gott og það getur verið þá er samt mjög gott að hvíla sig á því svona á milli jólaboða og borða eitthvað létt eins og t.d. fisk. Þessi fiskréttur var eldaður allavega tvisvar í mánuði á mínu heimili í haust og vetur því hann er alveg svakalega góður, það er að segja ef manni finnst lax og mangó gott……

Innihald fyrir 2 fullorðna og barn:

400 – 500gr. lax
Tandoori krydd
Salt

Sósa:

Eitt mangó
6 – 8 kúfullar msk. Grísk jógúrt
Stundum er mangóið ekki alveg eins og maður vill hafa það, sæt þá bæti ég stundum hálfu epli með.

Image

Aðferð:

Fiskurinn er lagður í eldfast mót. Tabdoori kryddi stráð yfir eftir smekk, ekkert verra að hafa slatta af því og svo saltað pínu.
Þetta er sett inní ofn í 20 – 30 mín á 180°c (eins og ég segi mjög oft þá fer það eftir ofni og ég held að minn sé frekar lélegur)

Við höfum alltaf hrísgrjón með þessu og 1 1/2 dl. nægir okkur. Setjum þau í pott um leið og fiskurinn fer inn í ofn og þá eiga hvoru tveggja að vera tilbúið á svipuðum tíma.

Image

Á meðan er magóið skorið í litla bita og eplið líka ef það er haft með og því svo hrært saman við jógúrtið.

Image

Þetta fer svo saman á disk og vel af mangósósunni, hún er borðuð meira sem sallat en sósa í rauninni.

Image

Ég vona að þið prufið þennan rétt. Hann er alveg hrikalega góður og Kötlu dóttur minni finnst hann alveg æði.

Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Fiskréttir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s