Skinkuhorn

Á Aðfangadag var ég hjá tengdaforeldrum mínum, þar fékk á hamborgarhrygg, á Jóladag hjá mömmu var hamborgarhryggur og hangikjöt og svo um kvöldið hjá tengdó aftur hangikjöt. Í gær var ég því komin með alveg nóg að söltuðu kjöti þó svo að það hafi auðvitað verið yndislega gott. Ég bakaði því skinkuhorn fyrir fjölskyldukaffið á 2. í jólum og voru þau heldur betur vinsæl og gott mótvægi við hefðbundna hátíðarmatinn. Hér kemur uppskriftin.

1/2 pakki ger
1 desilítri heitt vatn
1/2 desilítri mjólk
4 desilítrar hveiti
1/2 desilítri heilhveiti
 (allt í lagi að nota bara venjulegt hveiti ef maður á ekki heilhveiti til)
1/4 teskeið salt
50 grömm smjörlíki
1 skinkusmurostur
6 skinkusneiðar

Hveiti, salti og þurrgeri blandað saman. Linu smjörlíki hnoðað við með höndunum. Mjólk og vatni blandað saman og sett út í og öllu hnoðað saman og látið hefast í 30 mínútur. Deiginu svo skipt í þrjá hluta og hver flattur út í hring sem er svo skipt í átta horn. Skinkan skorin í smáa bita og hrært saman við skinkusmurostinn. Passlegt magn af fyllingunni sett á hvert horn og horninu rúllað upp frá breiðari endanum til þess grennri. Ég slæ svo alltaf saman eitt egg og pensla hornin og strái sesamfræum ofan á áður en ég set þau í ofninn. Annars er alveg hægt að sleppa fræunum og líka hægt að nota mjólk í stað eggja. Hornin eru svo bökuð við 200-220°c þar til þau eru orðin fallega gyllt á litinn.

ImageÉg gleymdi að taka mynd af hornunum í gær svo ein sumarleg og sæt mynd af heimagerðu skinkuhornunum mínum fær að fylgja með.

Verði ykkur að góðu, Abbý. 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Á milli mála, Brauðmeti, Með kaffinu. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Skinkuhorn

  1. Kata sagði:

    Gerði þessi skinkuhorn í dag, svakalega góð 🙂 Takk fyrir uppskriftina!

  2. Bakvísun: Geðveikar súkkulaðibitakökur | Eldað & Bakað

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s