Brúðkaups Frönsk súkkulaðikaka

Jæja þá er kominn þorláksmessa og tími á blogg!

Í gær fór ég í svo fallegt og skemmtilegt brúðkaup hjá vinum okkar Ingvari og Sóley. Til hamingju með hvort annað elsku brúðhjón. Þau geisluðu bæði af hamingju og það var svo gaman að fá að upplifa daginn með þeim. Að sjálfsögðu var svakalegt stuð og skemmt sér langt fram eftir nóttu.

Image

Ég gerði brúðkaupskökurnar sem voru 10 franskar súkkulaðikökur með marshjúpi og ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni.

Innihald

4 egg

1 dl sykur

1 dl púðursykur

200 gr. suðusúkkulaði

200 gr smjör

1 dl hveiti

Aðferð

Eggin og sykurinn þeytt mjög vel saman. Smjörið og súkkulaðið er brætt saman og blandað síðan varlega við eggið og sykurinn. Síðan er hveitinu blandað saman. Deigið er sett í hringlótt form og bakað á 180° í ca 20-30 mín gott að stinga prjóni í kökuna til að athuga hvort hún sé tilbúin. Ef að blautt deig kemur á prjóninn er betra að baka hana aðeins lengur.

Marshjúpur: 

3 marsstykki eru brædd með 1/2 dl af kókosmjólk og síðan er sósan sett yfir kökuna. Ef ykkur finnst sósan vera of þykk þá getiði notað meiri kókosmjólk.

Image

Image

Ég skreytti kökuna með því að rífa niður hvítt súkkulaði og notaði gull sykur stjörnur.

Image


Þessi kaka er alveg einstaklega góð og hentar vel sem desert og sæmir sér við hvaða tilefni sem er!

Gleðileg Jól kæru lesendur og hafið það einstaklega gott yfir hátíðirnar 🙂

Ykkar,

Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Á milli mála og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s