Ítölsk bruschetta

Ítölsk bruschetta er forréttur sem á alltaf vel við sama hvað er í matinn. Svo ferskt og gott. Það var matarboð hér hjá mömmu og pabba síðustu helgi og mamma bað mig um að sjá um forréttinn og eftirréttinn. Það var önd í aðalrétt og ég var ekki lengi að hugsa mig um og  gerði bruschetta í forrétt. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni minni 🙂

Innihald:

2 löng snittubrauð

4 tómatar skornir í smáa bita

2 mozarellakúlur skornar í smáa bita

2 rif pressaður hvítlaukur

Fersk basilika söxuð. 4-5 blöð

2 msk olíviuolía

Salt og pipar eftir smekk, hef líka notað hvítlaukspipar í stað venjulegs pipar.

Ég hef líka stundum sett smá parmesan út í ef ég á hann til.

Aðferð:

Tómatar, oliviuolía, mozzarella, hvítlaukur, basilika allt skorið og blandað saman í skál. Kryddað með salti og pipar og parmesan blandaður út í rifinn.

Image

Snittubrauðin skorin í litla bita og steikt á pönnu. Passið að hafa nóg af olíu á pönnunni svo brauðið brenni  ekki við. Steikið á hvorri lið þangað til að brauðið er orðið dökkt og stökkt.

Image

Takið brauðið þegar það er til af pönnunni. Notið ferskt hvítlauksrif og nuddið á aðra hlið brauðsins. Setjið tómatgumsið ofan á brauðið og þá er það tilbúið til að bera fram.

Image

Njótið og gangi ykkur vel að undirbúa jólin 😉

Anna Lind

 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Brauðmeti. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s