Kókoskaka og Barnaafmæli

Góðan daginn

Í gær hélt ég upp á 2 ára afmælið hennar dóttur minnar sem varð 2 ára þann 10. desember. Sú stutta var heldur betur ánægð með daginn enda fékk hún fullt af góðum gestum og pökkum.

Image

ImageÉg skellti í nokkrar kökur en ég vil endilega deila með ykkur að þessu sinni uppskrift af kókoskökunni. Hún svíkur engann þessi góða kaka enda margir í fjölskyldunni sem biðja mig um að baka hana fyrir afmæli og allskyns tilefni. Ég mæli eindregið með að þið prófið hana fyrir jólin, enda skemmir ekki fyrir hvað hún er jólaleg í útliti 😉

Hér kemur uppskriftin

Botninn:
180 gr hveiti
175 gr sykur
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
90 gr. mjúkt smjör
2 egg, eggjarauður og eggjavhítur aðskildar
1 tsk vanilludropar
2 msk kókoslíkjör (má sleppa)
1/2 dós kókosmjólk.

Kremið:
170 g rjómaostur, við stofuhita
60 gr smjör, við stofuhita
4 bollar (450 g) sigtaður flórsykur
1/4 bolli kókosmjölk

Kókosmjöl til að strá yfir kökuna

Aðferð:
Byrjið á því að hita ofninn í 180 gráður.
Sigtið hveiti, lyftiduft og salt. Geymið.
Þeytið smjörið í stórri skál þar til það er orðið mjúkt. Bætið sykrinum smám saman við smjörið og þeytið þar til blandan er mjúk og létt. Bætið eggjarauðunum út í einni í einu og þeytið á milli. Bætið vanilludropum og kókoslíkjör saman við.
Geymið 1/4 bolla af kókosmjólk  fyrir kremið. Bætið hveitiblöndunni og 1/2 dós af kókosmjólkinni saman við til skiptis og hrærið vel saman.
Stífþeytið eggjahvíturnar. Hrærið saman varlega við deigið.
Setjið deigið í hringlótt form. Bakið í 30-40 mínútur. Stingið prjón í botnana til að athuga hvort þeir séu tilbúnir. Ef prjóninn kemur þurr upp úr botnunum eru þeir tilbúnir. Leyfið botnunum að kólna áður en kremið er sett á.
Krem:
Þeytið saman rjómaostinn og smjörið. Sigtið flórsykurinn saman við.Bætið síðan 1 msk af kókosmjólkinni saman við í einu og þeytið þar til kremið er orðið mjúkt.
Setjið botninn á kökudisk, kremið ofaná og kókosmjöli stráð yfir

Verði ykkur að góðu

ImageJólakveðja,

Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Kökur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s