Eplakoddar

Bakaði þessa eplakodda í fyrsta skipti um daginn. Ég rakst á þessa hugmynd á netinu en það var einhver amerísk síða svo auðvitað notaði viðkomandi pakkadeig. Svo ég varð að gera mitt eigið deig og þetta varð niðurstaðan.

Innihald:

100 gr smjörlíki
100 gr sykur
1 egg
1 tsk. lyftuduft
sirka 200 gr af hveiti
eitt epli

Pínu smjör
4 msk. púðursykur
1/2 til 1tsk. kanill
einn súkkulaði biti af plötu

Aðferð:

Blandið saman smjörinu, hvíta sykrinum, egginu, lyftiduftinu og 180 gr af hveitinu. Bætið svo eins miklu hveiti og þarf þar til deigið lítur svona út.

Image

Skiptið svo deiginu í 10 hluta og skerið eplið í báta.

Image

Takið svo hvern hluta fyrir sig og fletjið út á smá smjörpappír, penslið pínu smjöri á og stráið púðursykri og kanill ofaná. Ég blandaði sirka 4 msk. af púðursykri og hálfri til einni tsk. af kanill saman í skál.

Image

Þar næst taki þið eplabát, leggið ofaná degið og rúllið svona upp með smjörpappírnum því deigið er svo viðkvæmt.

Image

Setjið svo rúlluna á plötu og raspið smá súkkulaði ofaná. Sejtið inní 180°c heitann ofn í 13 – 18 mín, fer auðvitað eftir ofni.

Image

Takið svo út og borðið með ís eða rjóma.

Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Kökur og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Eplakoddar

  1. Stebba sagði:

    Vá hvað þetta er girnilegt! Þú ert nú meiri snillingurinn að búa bara til deig sjálf 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s