Fetaostabrauð

Þetta brauð er mjög gott með fiskréttum, súpum, lasagne og öllu sem ykkur dettur í hug. Ekki skemmir fyrir að hafa pestó ofan á því 🙂

Innihald

6 dl hveiti

1 poki þurrger

2,5 dl vökvi. 50/50 heitt vatn og mjólk

2 msk olía

Krydd, ítalskt panini krydd, paprikuduft, hvítlauksduft og smá salt.

Aðferð. Öllum þurrefnum blandað saman í skál og kryddunum líka, olían og vökvinn (passið að vökvinn sé ekki of heitur því þá drepur hann gerið, vökvinn á að vera ylvoglur) hnoðaður útí. Látið deigið hefast í 20-30 mín.

Fletjið út eins og á myndinni, látið heila krukku af fetaosti og olíuna af ostinum líka á deigið. Bætið síðan við rifnum osti. Rúllið upp deiginu og fléttið því saman og setjið ost ofaná.

IMG_6945

IMG_6947

IMG_6948

Bakist í ca 20 mín við 200 gráður.

IMG_6951

Það er einnig hægt að leika sér með uppskriftina. Til dæmis ef þú átt ekki fetaost, geturðu sett olíu, hvítlauk og ost í staðinn. Gott er líka að fylla brauðið með mozarella og sólþurrkuðum tómötum.

Verði ykkur að góðu,

Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Brauðmeti. Bókamerkja beinan tengil.

3var við Fetaostabrauð

  1. Bakvísun: Pestókjúklingalasagna | Eldað & Bakað

  2. Bakvísun: Blómkáls, gulróta kókossúpa | Eldað & Bakað

  3. Bakvísun: Blómkáls-, gulrótar-, kókossúpa + fetaostabrauð! | hreystiheilbrigdihollusta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s