Hollur og góður fiskréttur

Afsakið bloggleysið hjá mér og fyrirgefið hvað það er langt síðan að ég deildi með ykkur uppskrift! Ég er búin að vera að standa í flutningum og síðan lá ég í flensu en er loksins komin í jólafrí til Íslands í dekur hjá mömmu og pabba.

Ég eldaði samt kvöldmatinn í kvöld og það var hollur og góður fiskréttur og hér kemur uppskrift af honum 🙂

Innihald fyrir 5manns

2 hvítlauksrif

2 laukar saxaðair

Hálfur púrrlaukur

3 gulrætur rifnar

1 brokkolíhaus skorinn í litla bita

2 dósir hakkaðir tómatar

1 lítil dós tómatpúrra

1 grænmetisteningur

3 dl vatn

1 mozzarellakúla og rifinn ostur

3 flök af fiski (ég notaði ýsu)

IMG_6942

Aðferð: Hvitlaukur, laukur, gulrætur settar í stóran pott og steikt í nokkrar mín upp úr olíu. Síðan er 3 dl af vatni hellt í pottinn og 1 grænmetisteningur settur útí. Síðan er brokkolíinu hrært saman við og leyft að sjóða í 5 mín. Eftir það set ég tómatana og púrrana útí og leyfi að sjóða saman þangað til að brokkolíið er orðið mjúkt og sósan byrjuð að þykkna. Í lokin er kryddað með salti, hvitlaukspipar, chillidufti, oregano og öllu því sem ykkur dettur í hug

Síðan tek ég eldfast mót og ber á það með olíu. Set helminginn af gumsinu í mótið síðan læt ég flökin ofaná, ég krydda þau áður með fiskikryddi, síðan set ég restina af gumsinu yfir fiskinn. Eftir það sker ég niður mozarella ostinn í litla bita og raða ofan á og strái síðan rifnum osti yfir. Síðan er þetta sett í 200° inn í ofn og eldað í 20 mín.

IMG_6953

Borið fram með hrísgrjónum, grænmeti og helst nýbökuðu brauði. Ég skal koma með uppskrift af góðu brauði sem ég eldaði með fiskréttinum á morgun;)

Verði ykkur að góðu,

IMG_6956

Þangað til næst

Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Fiskréttir. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s