JólaToppar

Smákökubaksturinn heldur áfram, hvernig er annað hægt þegar það eru bara 5 dagar þangað til við fjölskyldan höldum til Íslands og bara 15 dagar í Aðfangadag!?! Ekkert smá sem tíminn líður. Ég átti svo mikið af eggjum í morgun sem mig langaði að nota í eitthvað. Hér fæst ekkert lakkrískurl sem er ó svo gott í Lakkrístoppum svo ég varð að vera frumleg og voru í fyrsta skipti bakaðir Jólatoppar eins og ég kýs að kalla þá.

Uppskrift:
3 eggjahvítur
200 grömm púðursykur
50 grömm kornflex
100 grömm rjómasúkkulaði
50 grömm suðusúkkulaði
50 grömm Nóa lakkrískúlur

Byrjið á því að stífþeyta eggjahvítur eins og sést á myndinni hér fyrir neðan og blandið svo sykrinum saman við og þeytið þar til hann hefur algjörlega leysts upp.

ImageÉg var svo lánsöm að fá gesti frá Íslandi um daginn sem komu með Nóa lakkrískúlur og átti ég nokkrar kúlur eftir sem mig langaði svo að prófa að setja út í toppana. Ég saxaði hverja kúlu í 3 bita og velti þeim svo uppúr örlitlu hveiti, saxaði rjóma- og suðusúkkulaði og blanadaði því ásamt kornflexinu varlega við eggin og sykurinn.
Setjið svo Jólatoppana á bökunarpappír og inn í bakarofn í 12 mínútur á 180° (ég var með stillt á 180° því ég er ekki með blástursofn, ef þið eruð svo lánsöm að vera með blástursofn er nóg að hafa ofninn 170° heitann).
Ekki vera feimin við að prófa að setja allskonar út í svona toppa, t.d. rice crispies, rúsínur, brjóstsykra, hnetur, kókosmjöl, döðlur, hvítan sykur í stað púðursykurs, það virkar nánast allt. Bara smekksatriði og fínt að halda sér við hlutföllin hér á ofan.

Image

Verði ykkur að góðu, Abbý

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Jóla, Kökur, Með kaffinu. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við JólaToppar

  1. Elín Ösp sagði:

    GEGGJAÐ GÓÐIR!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s