Brún lagkaka

Þar sem lagkaka er eitthvað sem maður bakar bara einusinni á ári þá gefst ekki mikið færi á að prufa sig áfram með uppskriftir eða það gengur allavega voða hægt. Ég hef gert lagköku tvisvar og í fyrra skiptið var hún alltof þurr og molnaði öll þegar maður fékk sér bita. En núna heppnaðist hún frekar vel og þessvegna ætla ég að setja uppskriftina hingað inn. Næstu jól ætla ég samt að fá uppskrift hjá ömmu til að bera saman við og prufa. Ömmur luma alltaf á bestu uppskriftunum!

Innihald köku:

1 kg. hveiti
500 gr. smjörlíki
400 gr. sykur
200 gr. síróp
2 til 3 egg (fer eftir stærð)
2 tsk. kanill
2 tsk. hjartasalt
2 tsk. kakó
2 tsk. negull
2 tsk. engifer
6 tsk. lyftiduft

Innihald krems:

300 gr. smjör
4 1/2 dl. flórsykur
smá mjólk
smá vanilludropar

Aðferð:

Blandið saman hveiti, lyftidufti, hjartarsalti, sykri, kanil, kakó, negul og engifer. Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin og hnoðið. Mjólk og sírópi bætt í og svo eggjunum og allt hnoðað.

lagkaka

Deiginu er svo skipti 4 jafna hluta eins og sést á þessari mynd. Fletjið svo hvern hluta út fyrir sig á bökunarpappír. Ég var búin að búa til mót úr smá bökunarpappír til þess að skera út rétta stærð af köku.

Svona litu plöturnar út hjá mér.

lagkaka-2

Þar næst eru plöturnar settar inn í ofn á 180°c, ein í ein, í 5 til 10 mínútur, fer eftir ofni.

Botnarnir eru svo látnir kólna og svo er búið til smjörkrem.

lagkaka-3
Ef ég á að segja alveg eins og er þá man ég ekki hvað ég gerði mikið smjörkrem. En ég ætla að giska á 300 gr. af smjöri, 4 1/2 dl. af flórsykri, smá mjólk og vanilludropa. Smjörkremið má ekki vera of þykt og því bætir maður bara meiri mjólk ef það er mjög þykt, það á að vera frekar auðvelt að smyrja því á botnana og með því að hafa það lint þá getur kakan drukkið meiri vökva í sig úr kreminu og verður því mýkri og helst betur saman.

Þegar búið er að smyrja á fyrsta botninn, er annar botn settur ofaná, sá er smurður á sama hátt og næsti botn settur ofaná. Veldu fallegasta botninn til þess að setja efst. Þegar þetta er allt komið vefjið þá ofnskúffuni sem kakan er á vel inní plastfilmu og geymið í 2 til 3 daga á borðinu. Þetta gefur kökunni tíma til þess að draga í sig vökvan úr kreminu.

lagkaka-4

Eftir það er svo kakan skorin í 6 til 8 bita. Þessum bitum pakkað vel inn ef kakan á að geymast. Gott að geyma hana inní frysti.

lagkaka-5

Verði ykkur bara að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Jóla, Kökur og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Brún lagkaka

  1. anna emilia nikulasdottir sagði:

    er þetta á 5 plötur? kakan á myndinni er 5 hæða

  2. Sara sagði:

    já ég skipti semsagt deiginu í 4 parta og skar svo kantana af og úr varð auka plata.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s