Brún lagkaka

Þar sem lagkaka er eitthvað sem maður bakar bara einusinni á ári þá gefst ekki mikið færi á að prufa sig áfram með uppskriftir eða það gengur allavega voða hægt. Ég hef gert lagköku tvisvar og í fyrra skiptið var hún alltof þurr og molnaði öll þegar maður fékk sér bita. En núna heppnaðist hún frekar vel og þessvegna ætla ég að setja uppskriftina hingað inn.

Innihald köku:

500 gr. smjörlíki
1 kg. hveiti
400 gr. sykur
500 gr. sýróp
4 stk. egg
4 tsk. kakó
2 tsk. kanill
2 tsk. negull
1 tsk. natron
4 tak lyftiduft

Innihald krems:

1 kg. flórsykur
2 stk. egg
600 -700 gr. smjörlíki
vanilludr. eftir smekk
1 msk. heitt vatn

Aðferð:

Blandið saman öllum þurrefnunum og hnoðið svo mjúju smjörinu við ásamt sírópi. Eggjunu er og svo bætt í og allt hnoðaðsaman   .

lagkaka

Deiginu er svo skipti 4 jafna hluta eins og sést á þessari mynd. Fletjið svo hvern hluta út fyrir sig á bökunarpappír. Ég var búin að búa til mót úr smá bökunarpappír til þess að skera út rétta stærð af köku.

Svona litu plöturnar út hjá mér.

lagkaka-2

Þar næst eru plöturnar settar inn í ofn á 180°c, ein í ein, í 5 til 10 mínútur, fer eftir ofni.

Botnarnir eru svo látnir kólna og svo er búið til smjörkrem.

lagkaka-3
Svo er bara að smyrja kreminu á og stafla botnunum upp. Veldu fallegasta botninn til þess að setja efst. Þegar þetta er allt komið vefjið þá ofnskúffuni sem kakan er á vel inní plastfilmu og geymið í 2 til 3 daga á borðinu. Þetta gefur kökunni tíma til þess að draga í sig vökvan úr kreminu.

lagkaka-4

Eftir það er svo kakan skorin í 6 til 8 bita. Þessum bitum pakkað vel inn ef kakan á að geymast. Gott að geyma hana inní frysti.

lagkaka-5

Verði ykkur bara að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Jóla, Kökur og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Brún lagkaka

  1. anna emilia nikulasdottir sagði:

    er þetta á 5 plötur? kakan á myndinni er 5 hæða

  2. Sara sagði:

    já ég skipti semsagt deiginu í 4 parta og skar svo kantana af og úr varð auka plata.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s