Djúsí pastaréttur

Um daginn ákvað ég að nota það sem ég átti til heima og búa til pasta. Ég smakkaði til og á endanum varð til alveg einstaklega góður pastaréttur sem bæði fullorðna fólkið var ánægt með og barnið á heimilinu.

Uppskrift fyrir fjóra:
400 grömm pasta
2 kjúklingabringur
1/2 rauðlaukur
1/2 rauð paprika
4 sneiðar af beikoni
1/2 mexikóostur
2 desilítrar rjómi
1 desilítri vatn
1 matskeið rjómaostur
1/2 kjötteningur

Ég byrjaði á því að skera tvær kjúklingabringur niður í litla bita og steikja í smá olífuolíu á pönnu, kryddaði með grillkryddi og hvítlaukssalti. Svo tók ég kjúklinginn af pönnunni og setti rauðlaukinn, paprikuna og beikonið á pönnuna og steikti þar til beikonið var eldað. Á meðan sauð ég vatn og bætti svo pastanu úti og lét sjóða meðan ég útbjó sósuna. Ég skar hálfan mexikóost í smáa bita og bræddi ásamt 1 desilítra af vatni í miðlungsstórum potti. Þegar osturinn var alveg bráðnaður bætti ég út í hálfum kjöttening, einni matskeið af hreinum rjómaosti og 2 desilítrum af rjóma. Ég leyfði þessu að malla þangað til pastað var tilbúið. Þá bætti ég kjúklingnum, lauknum, paprikunni og beikoninu út í sósuna til að hita það örlítið og svo helti ég því yfir pastað og voila!

Image

Verði ykkur að góðu, Abbý

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Pastaréttir. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s