Grænmetislasagna

Ég hef aldrei haft mikla trú á grænmetisréttum, mér hefur alltaf fundist verða að vera smá kjöt. Eftir að maður fór að þurfa að versla í matinn sjálfur, verandi fátækur námsmaður, þá hef ég reynt að gera grænmetisrétti öðruhvoru. Þennan rétt gerði ég á sunnudaginn og hann var alveg svakalega góður. Ég mæli með að þið prófið hann 🙂

Uppskrift:

2 msk ólífolía
1 laukur saxaður
eitt hvítlauks rif
3 msk tómatsósa
Ein dós niðursoðnir tómatar (mauk)
1/2 tsk oregano
1/2 tsk rósmarín
einn kjöt teningur
1 1/2 dl vatn

ýmislegt grænmeti sem til er, ég setti t.d.

3 gulrætur niðurskornar
slatta af hvítkáli
einn meðalstórann kúrbít
lasagna plötur
300gr kotasæla
rifinn ostur
einn poki mozzarella
kokteiltómatar

Lasagna aðferð:

Byrjið á því að skera lauk og hvítlauk og steikið létt í potti ásamt 1msk olíu, bætið svo tómatmaukinni og tómatsósunni í ásamt oregano, rósmarín og einum tening. Látið þetta sjóða í 10 mín.

Image

Á með skerið þið grænmetið niður, gulrætur og hvítkál í mínu tilfelli, og steikið það létt á pönnu í einni msk af olíu. Bætið svo grænmetinu útí sósuna og látið malla í 3 mínútur.

Image

Raðið svo öllu í eldfast mót, fyrst setti ég kúrbít í sneiðum, kotasælu þar ofaná og svo setti ég smá gúrme ost líka, svo helti ég smá af sósunni yfir og svo 3 lasagna plötur ofaná. Þetta endurtekur maður svo þar til sósan er búin. Ofaná allt set ég svo niðurskorinn mozzarella, rifinn ost og kokteiltómata.

Þessu er svo skellt inní ofn á 180°c í 30 – 40 mín.
Image

Verði ykkur að góðu
Sara
Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Grænmetisréttir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

3var við Grænmetislasagna

  1. Stebba sagði:

    Mmmmm en girnilegt!

  2. Arna sagði:

    girnó! ætla klárlega að prófa þetta!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s