Ítölsk grænmetissúpa

Hér á mínu heimili er alltaf súpa á mánudögum. Að sjálfsögðu er aldrei pakkasúpa heldur alltaf gerð súpa alveg frá grunni.  Ég skal reyna að vera dugleg að deila með ykkur uppskriftum af mánudagssúpunum mínum en þessi súpa var gerð í gær 🙂

Uppskrift fyrir 4 manns

4 hvítlauksgeirar pressaðir

1 stór laukur saxaður smátt

Hálfur púrrlaukur skorinn smátt

Smá rifinn engifer

2msk olívíuolía

3 gulrætur (skornar í mjóar sneiðar)

1 blómkálshöfuð (skorið smátt)

2 kartöflur (skornar í litla bita)

2 msk tómatpúrra

1 dós niðursoðnir tómatar

2 grænmetisteningar

1 líter vatn

200 gr penne pasta (það má nota hvaða tegund sem er)

Fersk basilika, oregano, chilli duft, salt, hvítlaukspipar, paprikuduft, hvítlauksduft.

Rifinn ostur

Rifinn parmesan

Aðferð

Hitið 2 msk af olíu í stórum potti. Setjið  laukinn, púrrlaukinn, engifer og hvítlaukinn  í pottinn og látið steikjast i nokkrar mín. Setjið síðan 1 lítra af vatni útí og 2 grænmetisteninga. Setjið restina af grænmetinu ofaní og látið sjóða í 10 mín. Bætið síðan tómatpúrrunni og tómötum í dós útí. Kryddið með salti, ferskri basiliku og fersku oregano (má sleppa) hvítlaukspipar, chillidufti, paprikudufti og hvítlauksdufti.

Ég sýð alltaf pastað sér því mér finnst það annars taka svo mikinn vökva frá súpunni. Þannig sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakningunni og látið síðast útí.

Borið fram með rifnum osti og parmesan osti ofaná og ekki skemmir að hafa hvítlauksbrauð með.

Mæli sko með þessari, einstaklega góð og saðsöm. 🙂

Þangað til næst,

Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Súpur. Bókamerkja beinan tengil.

4var við Ítölsk grænmetissúpa

 1. Ólöf Sighvats sagði:

  VÁ hvað ég hlakka til að gera þessa í kvöld 😀

 2. eldadogbakad sagði:

  Já endilega láttu vita hvernig smakkast olla mín. Mundu bara að krydda hana vel 🙂

 3. Íris sagði:

  Er alltaf að reyna að koma þessari hefð á á heimilinu. Nú verður það sko pís off keik ef mánudagssúpurnar þínar birtast hér 😀

 4. Maria sagði:

  mmm þessi verður sko gerð fljotlega, ekkert sma girno 🙂 og eg er anægð með supu-hefðina a manudögum!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s