Vanillu Cupcakes

Í dag ætla ég að deila með ykkur uppáhaldscupcakesunum mínum. Þær klikka aldrei, eru voða léttar og góðar. Systir mín sem hefur lengi haft gaman af því að baka fékk uppskriftina hjá mér og sagði að hún hafi aldrei unnið með eins þægilegt og gott krem, það er rosalega fluffy og þar af leiðandi notar maður næstum helmingi minna smjör og flórsykur en í hefðbundnu cupcakes kremi sem er kostur.

Cupcakes: 
150 grömm smjörlíki
2 desilítrar sykur
2 egg
3 desilítrar hveiti
1 teskeið lyftiduft
1/2 desilítri kaffi
1/2 teskeið vanilludropar

Allt sett saman í hrærivél í 4 mínútur og svo í ofn við 200° í 15 mínútur, fylgist með því ofnar eru svo misjafnir og þessar eiga alls ekki að vera orðnar brúnar.

Krem:
75 grömm mjúkt smjörlíki
125 grömm flórsykur
1 teskeið vanilludropar
1 teskeið heitt vatn

Hrærið kremið í hrærivél í 10 mínútur á hröðustu stillingunni, þá verður það svo fluffy! Namm!

Þegar að cupcakesin hafa svo kólnað setjið kremið á. Við hjónin stelumst samt alltaf til að setja smá krem á eina heita og váá hvað það er gott! Þessi uppskrift gerir um 16 cupcakes en kökurnar verða alveg jafn góðar þó svo að uppskriftin sé minnkuð eða stækkuð, ég til dæmis geri stundum 1/4 af þessari og bý þá til 4 cupcakes – bara svona ef okkur langar í eitthvað smá með kaffinu en viljum ekki sitja uppi með helling af cupcakes sem verða á endanum borðaðar.

Image

Verði ykkur að góðu, Abbý

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Kökur, Með kaffinu. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s