Kringlur

Fyrir nokkrum árum fór ég til Liverpool að heimsækja frænda minn og mömmu hans sem þá bjuggu þar. Ég fór með frænku minni Rúnu sem er systir hans og þar lét hún mig smakka kringlu, eða pretzel eins og það heitir, og Frappuccino og samsetningin var alveg lýgilega góð. Þessi skemmtilega ferð til Liverpool kom upp í huga minn um daginn og ákvað ég þá að ég yrði að prufa að gera svona kringlur. Ég fór á netið og fann eina uppskrift sem mér leist vel á og þetta er hún……

Innihald:

5 dl. mjólk
1 1/2 msk ger
6 msk púðursykur
4 msk brætt smjör
12 dl. hveiti (þarf stundum meira)
2 teskeiðar salt

4 msk bökunarsóti
3 1/2 dl. heitt vatn
Coarse salt

8 msk smjör, brætt í grunnri skál

Aðferð:

Hitið upp mjólkina í potti eða örbylgju svo hún verði volg. Setjið gerið útí og látið sitja í 3 mínútur. Bætið bræddu smjörinu, sykrinum og saltinu útí og hrærið létt. Setjið svo hveitið útí 2 dl. í einu og hnoðið saman í höndunum eða í hrærivél.

Þegar deigið lítur sirka svona út seturu það í olíuborna skál og lætur liggja í heitu vatni undir rökum klút í klukkutíma eða þar til deigið hefur tvöfaldast.

Þegar deigið hefur lyft sér stilliru ofninn á 235°c. Smyrð bökunarpappír með smá ólíu og setur á plötu.

(Í uppskriftinni sem ég fór eftir var sagt að skipta deiginu í 12 jafna hluta og ég gerði það en ég ákvað að skipta 6 af þessum hlutum niður í tvennt svo í stað þess að vera með 12 allt í allt þá var ég með 18 hluta. Eftirá hefði ég vilja hafa þetta 24 hluta því minni kringlurnar voru betri)

Svo ég segi ykkur þá að skipta deiginu í sirka 24 hluta.

Þá er komið að því að hita 3 1/2 dl. af vatni og setja bökunarsótan útí og blanda.

Hitið einnig um 8 msk af smjöri á diski til þess að dýfa kringlunum í þegar þær koma úr ofninum.

Takið svo hvern hluta fyrir sig og rúllið í granna lengju, myndið „kringluform“ og dýfið henni ofaní heita vatnið og skellið svo á plötuna, stráið salti yfir og setjið svo inní ofn í sirka 7 mínútur eða þar til þær eru orðnar dökkar.

Takið svo plötuna út og skellið kringlunum einni í einu á báðar hliðar ofaní smjörbaðið og setjið svo á disk.

Þetta sló alveg í gegn á mínu heimili og ekki hefði verið verra að hafa Frappuccino með 🙂

Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Brauðmeti, Með kaffinu og merkt sem , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Kringlur

  1. Hulda Garðarsdóttir sagði:

    Umm girnilegt,ég verð að prófa:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s