Sírinukökur

Þar sem við fjölskyldan förum til Íslands um miðjan desember ákváðum við að hefja Jólin frekar snemma hér úti í ár! Jólaskrautið er komið upp og piparkökubaksturinn er afstaðinn. Það er líka meira en nóg að gera í skólanum svo ef að smá jólaskraut og smá smákökur geta létt manni lundina þá er það alveg þess virði að gefa sér smá tíma í það! Heldur ekki verra að skella í smákökur sem taka sama sem engan tíma, ég held ég láti Sörubaksturinn bíða svona rétt á meðan skólaálagið er í hámarki. Ég bakaði Sírinukökur í gær sem ég hef gert síðustu 4 jól þær hafa aldrei klikkað og eru eins einfaldar og þær gerast. Ég ætla að deila þeim með ykkur hér.

Uppskrift:
250 grömm hveiti
100 grömm púðursykur
190 grömm smjör
1/2 egg
1 teskeið lyftiduft
1/4 teskeið vanilludropar
súkkulaði og möndlur til að skreyta með

Allt sett saman í hrærivél og hnoðað þar til að allt er komið saman í einn klump. Kúlur myndaðar og dýft í súkkulaðispæni og möndlukurl ef viljinn er fyrir hendi. Eiginmaðurinn borðar ekki möndlur svo hann fær nokkrar bara með súkkulaði en ég geri nokkrar með súkkulaði og möndlum fyrir mig. Kúlurnar settar á bökunarpappír í 180° heitan ofn í 12 mínútur.

Yfirleitt er notað hjartasalt í Sírinukökur en mér finnst ammoníakslyktin svo fráhrindandi svo ég nota lyftiduft í staðin en fyrir þá sem að vilja nota hjartasalt þá notiði 1/2 teskeið hjartasalt í stað lyftidufts.

Þessi uppskrift gerir um 30 smákökur.

Image

Verði ykkur að góðu, Abbý

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Jóla, Kökur, Með kaffinu. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s