FöstudagsPizza Önnu

Góðan daginn kæru lesendur

Við höfum stofnað facebook síðu fyrir bloggið okkar og póstum þar öllum nýju uppskriftum svo endilega like-ið síðuna okkar og fylgist með 😉 http://www.facebook.com/eldadogbakad

Við fjölskyldan höfum haft það að sið að baka alltaf pizzu á föstudögum og eftir að við fluttum til Gautaborgar þá þróaðist það þannig að við byrjuðum að halda Pizzaklúbb á hverjum föstudegi og endaði með því að við vorum orðin 12 manns í félagsskapnum. Við skiptum niður hverjir komu með hvað; ost, álegg og gos og sá ég alltaf um að gera deig og pizzasósu. Þegar svona margir koma í pizzu þá geri ég alveg deig úr 2 kg af hveiti. Síðustu helgi var síðasti pizzaklúbburinn haldinn því við litla fjölskyldan erum að flytja til Noregs. En við Arnar þökkum þeim sem enn manna klúbbinn fyrir allar góðu stundirnar. En ég skal gefa ykkur uppskriftina af pizzadeiginu, ég er samt alveg svakalegur slumpari en deigið er sirka svona 🙂

Deig

700 gr hveiti

1 poki þurrger

1 tsk salt

500 ml vökvi

2 msk olía

Svo krydda ég deigið með allskyns kryddum, t.d. ítalkst panini krydd frá pottagöldrum, hvítlauksdufti, paprikudufti, hvitlaukspipar, parmesan og bara allt krydd sem passar með pizzadeigi 😉

Ég blanda öllum þurrefnunum í skál og bæti síðan vökvanum úti sem eru 2 msk olía, 250 ml vatn og 250ml mjólk. Það er best að setja mjólkina saman við vel volgt vatnið til að fá ekki kaldan vökva útí deigið. Hnoðið saman og látið deigið hefast í 30 mín . Þegar deigið er búið að hefast hnoðið það þá út, stundum þarf að bæta svoldið hveiti við, deigið getur verið blautt. Fletjið það út í ofnskúffu og setjið síðan sósu og álegg að vild ofaná.

Stelpurnar hjálpast að í pizzagerðinni 🙂

Pizzasósa fyrir ca 2 stórar pizzur

1 dós hakkaðir tómatar,

2 msk tómatpúrra

3 hvitlauksrif

Salt, pizzakrydd, basilika, hvitlauksduft, hvitlaukspipar eða bara allt krydd sem ykkur dettur í hug

Sjóðið í potti þangað til að blandan er orðin þykk. Ég enda síðan alltaf á því að töfrasprota ofnaní pottinn og hakka sósusa og þá er hún til .

Síðan auðvitað geri ég hvítlauksolíu með pizzunni, en hún inniheldur olíu, 4 pressuð hvítlauksrif, pizzakrydd og hvítlaukskrydd. Okkur finnst olían og parmesan ostur alveg ómissandi ofan á pizzuna.

Síðan finnst mér aðaltrikkið við að baka pizzuna að hafa hitann ekki hærra en 180° annars verður botninn svo harður. En ofnar eru mismunandi svo fylgist með pizzuni, hún þarf yfirleitt ekki að vera lengur en 15 mín inn í ofni ef þú átt blástursofn.

Endilega prófið þessa pizzu og látið mig vita hvernig smakkaðist 🙂

Þangað til næst,

Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Pizzur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s