Þegar piparkökur bakast…

Í dag hittumst við vinkonurnar með fjölskyldurnar, bökuðum piparkökur, borðuðum pönnukökur og drukkum heitt súkkulaði. Litlu dömurnar voru mis þolinmóðar við baksturinn en þær voru þó allar sammála um að kremið (flórsykur+vatn) væri rosa gott! Ég hef aldrei áður gert piparkökudeigið sjálf þar sem mamma mín hefur alltaf séð um það, en ég leitaði í bókum og á netinu af rétta deiginu og fann svo eina uppskrift sem ég lagaði aðeins til. Ég gerði deigið í gærkvöldi setti í kæli og tók út í morgun. Piparkökurnar eru mjúkar og góðar á bragðið og henta vel í að mála á en þessi uppskrift er sennilega ekki sú besta ef til stendur að búa til piparkökuhús eða hengja þær upp í glugga.

Uppskrift:
300 grömm hveiti
150 grömm sykur
150 grömm smjörlíki
150 grömm síróp
2/3 teskeið kanill
2/3 teskeið negull
1/4 teskeið þurrkað engifer
1/4 teskeið lyftiduft
1 teskeið vatn
smá salt
1 egg

 1. Allt sett saman í hrærivélarskál og unnið rólega saman.

2. Plastfilmu vafið utan um deigið, líka hægt að nota plastpoka, og geymt í kæli yfir nótt.

3. Nóg af hveiti sett á borð og deigið hnoðað við þar til það er orðið nægilega þurrt til að hægt sé að fletja það út og skera út piparkökurnar.

4. Piparkökunum raðað á bökunarpappír og settar inn í ofn á 180 gráður í 8 mínútur – best er að fylgjast með þeim því það fer algjörlega eftir hversu þykkar kökurnar eru hversu langan bökunartíma þær þurfa.

5. Piparkökukremið er sáraeinfalt. Blanda saman flórsykri, vatni og matarlit þar til rétta áferðin og liturinn fæst.

Ein mynd fær að fljóta með af litlu bakarameisturunum!

Image

Verði ykkur að góður, Abbý

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Jóla, Kökur. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Þegar piparkökur bakast…

  1. Ylfa sagði:

    Ó þetta er eitthvað sem við verðum að gera, helst strax um næstu helgi! Kannski bara líka í Heiðarselinu fyrir jól með litla bakarameistaranum ykkar 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s