Mars marengs

Góðan daginn

Þessi terta er sannkölluð kaloríubomba og ætla ég að bjóða upp á hana i desert í kvöld jafnvel með irish coffee 😉

En uppskriftin er svo hljóðandi:

Botn

4 eggjahvítur

200 gr sykur 

1 tsk vanilludropar

Aðferð. Eggjahvítur þeyttar og sykrinum bætt við. Ég nota oftast 100 gr hvítan sykur og 100 gr púðursykur. Stíf-þeytið vel. Blandið síðan vanilludropunum saman við. Það er líka hægt að setja kornfleks eða rice krispies útí en þá verður botninn mun þykkari. Setjið á 2 bökunarplötur og bakið í 2 klst við 150°C.

Mars krem

4 eggjarauður

4 msk flórsykur

2 mars stykki

Þeytið eggjarauður og flórsykurinn vel saman. Bræðið marsið með smá rjóma eða mjólk. Ég geri það oftast við lágan hita í örbylgjuofninn en maður þarf að passa vel upp á að það brenni ekki við. Annars er öruggast að bræða það yfir vatnsbaði. Blandið síðan marsinu útí eggjarauðurnar og flórsykurinn, þá er kremið til!

Fylling

1/2l rjómi

lítil askja jarðaber

100 gr  daim eða eitthvað gott rjómasúkkulaði

Þeytið rjómann og saxið niður súkkukaði og jarðaber, blandið síðan við rjómann 🙂

Setjið annan botninn á fat. Setjið 70% af marskreminu ofan á neðri botninn. Síðan rjómablönduna ofan á það. Setjið seinni botninn á og svo restina af marskreminu ofan á efri botninn.

Verði ykkur að góðu og góða helgi 🙂

Kær kveðja,
Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Kökur. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Mars marengs

  1. Kata sagði:

    Skemmtileg sida hja ykkur, mun fylgjast med og sjalfsagt læra margt nytt 🙂
    Heyrumst!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s