Pasta alla Norma

Pabbi varð sextugur í fyrra og fögnuðum við fjölskyldan þeim áfanga með tveggja vikna ferð á Ítalíu í lok sumars. Ítalíuferðin var yndisleg og einu kvöldinu eyddum við á matreiðslunámskeiði hjá ítalskri konu. Hún kenndi okkur að búa til pasta og focaccia og tvo pastarétti, annars vegar ravioli og hins vegar pasta alla Norma. Þann síðarnefnda hafði ég aldrei smakkað fyrr en varð mjög hrifin. Rétturinn er skemmtileg tilbreyting frá þeim hefðbundu pastaréttum sem maður borðar oftast. Mér finnst því tilvalið að deila honum hér með ykkur kæru lesendur.

Uppskrift:
Einn eggaldin
2 hvítlauksgeirar
500 millilítrar niðursoðnir tómatar
Ferskur rauður chili
2 teskeiðar þurrkuð basilika eða 8 lauf fersk basilika
Salt
Ólífuolía
3 matskeiðar parmesanostur

Image

1. Skerið eggaldin í teninga og hitið ólífuolíu á pönnu. Þegar olían er orðin mjög heit setjið eggaldin á hana og brúna. Passa verður að olían sé orðin nógu heit því annars virkar eggaldininn eins og svampur og dregur alla olíuna í sig. Þegar eggaldininn er orðinn brúnn og mjúkur er best að setja hann á pappír og leyfa pappírnum að drekka olíuna í sig.

2. Setjið svo frekar mikið af ólífuolíu á pönnu, ef þið haldið að þið séuð búin að setja nógu mikla olíu bætið þá aðeins meira við! Við fjölskyldan ætluðum aldrei að trúa því hvað sannur Ítali notar mikla ólífuolíu í mat. Þegar olían byrjar að sjóða setjið fínsaxaðan hvítlauk út á, teljið upp á 10 og hellið svo tómatmaukinu út í. Ef að hvítlaukurinn fær að vera of lengi á pönnunni brennur hann og breytir um bragð.

3. Fínsaxið hálfan chili og bætið útí ásamt basilikunni og leyfið því að malla við lágan hita meðan pastað er soðið.

4. Þegar pastað er tilbúið er tekin ein ausa af pastasoðinu og bætt út í sósuna ásamt eggaldinum og salti eftir smekk. Öllu blandað saman og hellt yfir pastað.

5. Að lokum er svo 3 matskeiðum af rifnum parmesan blandað við pastaréttinn.

Voila!

Image

Verði ykkur að góðu, Abbý

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Pastaréttir. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s